Einfalt og rosalega gott avókadósalat

Þegar maður hefur um 4 mínútur að henda í salat þá er þetta málið. Það er bara þannig að avókadó gerir allt betra og þetta er grunnurinn af þessu hefðbundna salati sem ég bý alltaf til en svona í sinni einföldustu mynd hérna. Ef ég hef fleiri mínútur og hráefni þá fer þetta á annað level en þetta er rosalega bragðgott og súpereinfalt.

ere

Ég keypti frábær avókadó í Krónunni sem eru seld 2 saman og ég hef alltaf lent á góðum eintökum.
Byrjaðu á að skera þau niður í litla munnbitastærðir og ég setti líka 2 tómata saman við sem ég skar niður
á sama tíma. Sósan er einföld, aðeins 3 hráefni. Ég var að fá þennan risa fetakubb og hann er frábær í salöt
en ég skar væna sneið af honum (fæst minni útgáfa af fetakubb í öllum verslunum) bætti saman við hann
góðri ólífuolíu og balsamik ediki. Þetta er hrært saman og ég myl fetaostinn niður með gaffli. Finnst samt
gott að hafa hann ekki í algeru mauki heldur smá stærri bita líka.

dfba

Þessu er síðan blandað saman við salatið og hrært vel saman og að síðustu er avókadó og tómötunum hent
ofan á og blandað aðeins saman við. Það er svo auðvitað hægt að bæta hvaða grænmeti saman við þennan grunn

dfffererter

Leave a Reply