Monthly Archives: October 2013

Súkkulaði trufflur

By | Gestablogg | No Comments

1382873_10151633670141721_1232014906_n

Súkkulaði trufflur

150 ml rjómi
100 g dökkt súkkulaði 70% eða hærra
5 dropar Via Healt Stevia dropar orginal bragð
Kakó, hnetur, kókos, chia eða annað sem hugurinn girnist til að húða trufflurnar

562962_10151634130081721_1350698_n

 

Hita rjóma á meðalhita. Þegar rjómin er farin að hitna, slökkva undir og bæta súkkulaði og stevia dropum við og hræra þar til alveg blandað við rjómann, verður pínu þykkt. Sett í skál og geymt í ísskáp í minnsta kosti tvo tíma. Gott er að gera kvöldinu áður og geyma í ísskápnum yfir nótt.
Þegar súkkulaðið er orðið hart þá er notuð tsk til að skafa upp úr skálinni og formaðar kúlur með höndunum. Gott að nota hanska því þetta getur orðið pínu subbótt. Rúllað í kókos, muldum hnetum, kakódufti eða öðru sem hugurinn girnist.  Kom skemmtilega á óvart að blanda saman smá chia og chilidufti og rúlla truflunum upp úr. Uppáhaldið mitt er samt sem áður muldar pistasíuhnetur.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu dísukökur – hér

Fylltar rauðspretturúllur

By | Gestablogg | No Comments

img_0622

  • 600 grömm rauðsprettu (eða 5 stykki af roðflettum rauðsprettusteikum)
  • 1/2 Rækju smurost
  • Chili mauk úr krukku (Sambal oelek)
  • Hálfan spínatpoka
  • 1 rauða papriku
  • 1 lauku
  • 1 /2 krukka fetaostur
  • Sítrónusneiðar
  • Salt, pipar og sítrónupipar
  • Ólífuolía

Aðferð:

Ofn hitaður í 210 gráður

Rauðsprettuflökin snyrt ef þarf og söltuð og pipruð á báðum hliðum. Ég setti því næst 1 matskeið af smurostinum á hvert flak ásamt um það bil 1/2 teskeið af chili maukinu. Þessu er smurt á flakið og því svo rúllað upp þannig að mjórri endinn á flakinu sé inni í rúllunni. Þetta er gert við öll flökin.

img_0633

Í botninn á eldföstu móti setti ég ögn af ólífuolíu og stráði sítrónupipar yfir. Þar ofan í fór svo hálfur poki af spínati, paprikan og laukurinn í sneiðum og svo raðaði ég rauðspretturúllunum ofan á og hellti úr hálfri krukku af fetaosti yfir. Sneiddi því næst hálfa sítrónu í sneiðar sem ég stakk hér og hvar í fatið og hellti um það bil 1 dl af vatni í fatið. Geri það til að fá aðeins meira soð með réttinum. Að lokum sáldraði ég sítrónupipar yfir allt saman. Þetta bakaði ég í 15 mínútur og bar fram með þessu nýbakað brauð.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu eldhúsperlur – hér

Kakóchia búðingur með kókosrjóma og bláberjum

By | Gestablogg | No Comments
dagur 4 morgun

2 dl möndlumjólk ósæt
2 tsk kakó
1 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
3 msk chia seeds

 

Toppað með:
1 dl kókosrjómi
2 msk kúfaðar bláber

Blandið möndlumjólk, kakó, kanil, vanilludropum og chia saman, skiptið í 2 skálar og látið standa í nokkra tíma, jafnvel yfir nótt.
Pískið saman 1 dl af kókosrjóma, geggjaður frá ISOLA en má nota Dr Georg kókosmjólkina líka, nota þá bæði þykka partinn og kókosmjólkina.
Hellið þessu yfir grautinn og svo 1 msk af bláberjum ofan á hvora skál.

Uppskriftina er að finna á bloggsíðu Maríu Kristu – hér

Rjómalagað parmesan hvítkál

By | Gestablogg | No Comments
  • Hálfur stór hvítkálshaus skorin í litla bita
  • 2 dl rjómi
  • 100 gr rifin parmesean ostur
  • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • smjör til að steikja hvítkálið í
  • Salt og pipar
  1. Hvítkálið og hvítlaukur skorið niður og steikt á pönnu með smjöri þangað til vel mjúkt (kannski 5-10 mín)
  2. Rjómanum og parmesena bætt við og látið malla í 10-15 mín þangað til hvítkálið er orðið mjög mjúkt, næstum eins og soðið pasta í áferð.

Ég bar hvítkálið fram með ofnbökuðum lax og smjörsteiktum aspas og það var virkilega góð blanda.

Uppskriftina er að finna inn á matarblogginu tviburagourmet – hér

20131006-211458 20131006-211509

Blóðsykur og heilabilun

By | Gestablogg | No Comments

12353999-memory-loss-due-to-dementia-and-alzheimer

Heilabilun er ekki sjúkdómur, heldur hugtak sem notað er yfir vitræna skerðingu sem er svo mikil að hún hefur áhrif á daglegt líf einstaklingsins. Lífsgæði eru oft á tíðum verulega skert og ástandið getur haft mikil áhrif á umhverfi sjúklingsins, fjölskyldu og vini. Batalíkur eru oftast litlar, meðferðarmöguleikar fáir og horfur slæmar. 

Heilabilun nær yfir margs konar einkenni, meðal þeirra eru minnisskerðing og aðrar truflanir í hugsanaferli. Hugtakið nær yfir nokkra sjúkdóma. Flest tilvik, 60-80 prósent má rekja til Alzheimer sjúkdóms. Heilabilun af völdum æðasjúkdóma er næstalgengasta orsökin og stafar af skertu blóðflæði til hluta heilans.

Talið er að um 2.500 – 2800 einstaklingar þjáist af heilabilun á Íslandi. Líklegt er að fjöldinn muni aukast á næstu árum enda fer fjöldi aldraðra einstaklinga hratt vaxandi hér á landi. Forvarnaraðgerðir eru gríðarlega mikilvægar. Stóra spurningin er því hvað við getum gert sjálf til að forðast heilabilun. Hversu mikil áhrif hafa mataræði og lífsstíll. 

The New England Journal of Medicine er eitt virtasta læknisfræðitímarit í heimi. Þar hafa birst niðurstöður margra af þekktustu rannsóknum fræðigreinarinnar. Í ágúst s.l birtist þar áhugaverð grein eftir bandaríska sérfræðinga sem fjallaði um rannsókn á tengslum blóðsykurs við hættuna á heilabilun.

Þekkt er að sykursýki er einn af sterkustu áhættuþáttum heilabilunar. Tíðni heilabilunar hefur vaxið samfara hratt vaxandi tíðni sykursýki. Einstaklingar með sykursýki hafa að jafnaði of háan blóðsykur. Hins vegar er ekki vitað hvort blóðsykurgildi tengjast aukinni hættu á heilabilun meðal einstaklinga sem ekki hafa sykursýki.

Rannsókn bandarísku vísindamannanna náði til 2.067 fullorðinna einstaklinga sem gengust undir reglulegar mælingar á blóðsykri og fylgt var eftir í að meðaltali sex og hálft ár. Alls fengu 524 einstaklingar í þessum hópi heilabilun. Marktæk fylgni var á milli blóðsykurs og hættunnar að fá heilabilun. Því hærri sem blóðsykur var, því meiri var hættan á heilabilun. Höfundarnir draga þá ályktun að hár blóðsykur hafi slæm áhrif á heilafrumur sem eru að eldast. Mikilvægt sé að leita leiða til að koma í veg fyrir að blóðsykur sé of hár. Því telja þeir líklegt að ráðstafanir sem verða til þess að draga úr tíðni offitu og sykursýki muni lækka tíðni heilabilunar. 

Höfundar greinarinnar fara varlega þegar þeir túlka niðurstöðurnar. Þótt þeir lýsi sterkri fylgni á milli blóðsykurs og hættunnar á heilabilun fjalla þeir lítið sem ekkert um leiðir til úrbóta. Hafa þarf í huga að fylgni af þessu tagi sannar ekki orsakasamband. 

Þegar kemur að mataræði er ljóst að neysla sykurs og einfaldra kolvetna er sú fæða sem hækkar blóðsykur mest. Nýlega birtist hér á síðunni umfjöllun um rannsókn sem sýndi fylgni á milli neyslu sykurs og kolvetna og hættunnar á vitrænni skerðingu. 

Niðurstöður ofangreindrar rannsóknar ættu að verða okkur hvatning til að draga úr neyslu sykurs og unninna kolvetna. Þetta á ekki síður við um börn en fullorðna. Kennum börnunum hollustu þegar kemur að mataræði og hjálpum þeim að forðast sykur og óholl kolvetni sem markaðsöflin sífellt freista okkar með.

Greinina er að finna inn á mataraedi.is – hér

Af hverju þú ættir að velja lágkolvetna fram yfir lágfitu mataræði

By | Gestablogg | No Comments

carb-vs-fat

Ég trúi ekki að öllum henti sami maturinn. Við erum öll ólík og það sem hentar einum hentar ekkert endilega öðrum.
Hins vegar er lágkolvetnamataræði án alls vafa til hagsbóta fyrir stóran hluti mannkyns. Í rauninni er ekki margt varðandi næringu sem búið er að þrælsanna eins vel og það að lágkolvetnamatur virkar vel fyrir þá sem eru:

  • Í yfirþyngd.
  • Með sykursýki 2.
  • Hafa efnaskiptavillu.

Varðandi þessa sjúkdóma (sem eru reyndar stærstu heilsufarssjúkdómar í heiminum) hafa verið framkvæmdar í það minnsta 21 stýrð rannsókn sem sanna, án minnsta vafa, að lágkolvetnamatur skilar betri árangri en lágfitumaturinn sem venjulega er mælt með.

 

1. Lágkolvetnamataræði gerir það auðveldara að léttast

Í rannsóknum þar sem lágfitu- og lágkolvetnamataræði eru borin saman er lágkolvetnahópunum oft leyft að borða þar til þeir eru mettir, á meðan lágfituhóparnir þurfa bæði að telja hitaeiningar og stýra matarstærðum. Þrátt fyrir þetta, borða lágkolvetna einstaklingarnir sama magn og jafnvel minna af hitaeiningum en lágfitu einstaklingarnir þar sem mataræðið dregur úr þörf fyrir mat (1). Því leiðir lágkolvetnamataræði “sjálfkrafa” til megrunar. Það er engin ástæða til að stýra skammtastærðum svo lengi sem kolvetnin eru fá (2).

 

2. Lágkolvetnamataræði leiðir frekar til megrunar

Að draga úr kolvetnum leiðir nánast án undantekninga til meiri megrunar en mataræði þar sem dregið er úr fitu. Stundum er munurinn lítill en í öðrum tilvikum getur fitutapið verið 2-3 sinnum meira (3). Í þeim tilvikum þar sem það var rannsakað kom í ljós að meira magn þeirrar fitu sem tapaðist var af magasvæðinu en hjá þeim sem voru á lágfitumataræði. Þetta þýðir að djúpa fitan, fylgifiskur sykursýki og hjartasjúkdóma (kviðfitan) er sérstaklega viðkvæm fyrir lágkolvetnamataræði (4).

3. Lágkolvetnamataræði lækkar þríglýseríð

Þríglýseríð í blóði er stór áhættuþáttur varðandi hjartasjúkdóma og er bein tenging á milli þess og magns kolvetnis í fæðunni (5, 6).
Af þeirri ástæðu virðist liggja í augum uppi að lágkolvetnamataræði leiði til lækkunar þríglýseríðs, á meðan lágfitumataræði ætti að hækka gildi þríglýseríðs. Þetta er líka raunin. Þríglýseríðum fækkar umtalsvert á lágkolvetnamataræði á meðan lágfitumataræði fækkar þeim lítið eða eykur þau (7, 8).

 

4. Lágkolvetnamataræði eykur HDL kólesteról

Gildi HDL kólesteróls (góða kólesterólsins) er mikilvægur og fyrirbyggjandi þáttur varðandi hjartasjúkdóma. Á einfaldan hátt má segja að HDL flytji kólesteról frá ytri hluta líkamans til lifrarinnar til endurnýjunar eða endurvinnslu. Önnur mikilvæg afleiðing lágkolvetnamataræðis er sú að það hækkar gildi HDL kólesteróls á meðan lágfitumataræði hækkar það mun minna og jafnvel lækkar það (1, 4). Þríglýseríða/HDL hlutfallið er mjög áreiðanlegur mælikværði á insúlínþol, efnaskiptavillu og hættuna á hjartasjúkdómum (9, 10).

Af þeirri ástæðu, ef engri annarri er lágkolvetnamatur miklu betri bæði fyrir hjarta þitt og almenna heilsu en lágfitumaturinn sem heilbrigðisyfirvöld um allan heim einblína enn á.

 

5. Mynstur LDL kólesteróls lagast

Magn LDL “slæma” kólesterólsins, er eini áhættuþátturinn sem virðist ekki lagast mikið hjá lágkolvetna einstaklingum. Þetta er að vísu mjög breytilegt á milli einstaklinga og í sumum tilvikum virðist LDL kólesteról jafnvel aukast aðeins á lágkolvetnafæði. Hins vegar er dæmið aðeins flóknara en margir halda. Það eru til fleiri en ein gerð af LDL. Í grófum dráttum höfum við bæði litlar, þéttar LDL eindir sem bindast súrefni auðveldlega og þrýstast inn í æðaveggi. Síðan höfum við líka stóru LDL eindirnar sem eru svolítið eins og loðnir bómullarhnoðrar. Þær festast ekki í æðakerfinu og valda ekki hjartasjúkdómum.

Miklu skiptir hvort LDL eindirnar eru aðallega litla, þétta gerðin (mynstur B) eða stóra, loðna (mynstur A). Litla, þétta er slæm á meðan stóra, loðna er góð (11, 12, 13). Á lágkolvetna mataræði fækkar slæmum smáum LDL eindum en góðum stórum LDL eindum fjölgar hins vegar. Þannig að raunin er sú að þó lágkolvetnamatur leiði ekki til fækkunar í heildarfjölda LDL, þá breytir mataræðið LDL eindunum í mun hollara form (14, 15).

 

6. Lágkolvetnamataræði bætir blóðsykurstjórnun

Sá hópur sem nýtur mesta ávinningsins af lágkolvetnamataræði eru sykursjúkir. Þeir sem eru sykursjúkir eiga erfiðara með að flytja glúkósa inn í frumur. Kolvetni = glúkósi, og of mikill glúkósi í blóði veldur eituráhrifum. Minni kolvetni = minni glúkósi fyrir sykursjúka. Þetta leiðir til minni blóðsykurs og minni þarfar fyrir insúlín og glúkósalækkandi lyf. Í mörgum tilfellum virðist lágkolvetnafæði geta snúið við og jafnvel læknað sykursýki 2. Sumir læknar sem ráðleggja þetta fæði geta oft lækkað insúlíngjafir um 50% strax á fyrsta degi fæðisins (16) og margir sjúklingar geta minnkað og jafnvel hætt inntöku lyfja á nokkrum vikum eða mánuðum (17, 18).

 

7. Lágkolvetnamataræði virðist auðveldara

Þrátt fyrir að sleppa heilu fæðuhópunum sem sumir halda að sé ómögulegt, þá virðist lágkolvetnamataræði samt vera auðveldara en lágfitumataræði. Þetta þýðir að fólkið sem var sett á lágkolvetnamataræðið í rannsóknum átti auðveldara með að halda sig við það til loka rannsóknanna (19, 20).

 

Að lokum

Það er vísindaleg staðreynd að lágkolvetnamataræði er auðveldasta, heilsusamlegasta og árangursríkasta leiðin til að tapa þyngd og snúa við efnaskiptasjúkdómum.

Greinina er að finna á betrinaering.is – hér

Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu

By | Gestablogg | No Comments

2013-08-19-17-47-38 2013-08-19-18-13-08

Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu
fyrir 4
7-800  g hvítur fiskur
safi úr 1/2 sítrónu
ólífuolía
salt og pipar
1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 lúka fersk basil, gróft skorin
3 hvítlauksrif, söxuð
rifinn mozzarellaostur

  1. Látið fiskflökin í olíusmurt ofnfast mót. Kreistið sítrónusafa yfir fiskinn. Saltið og piprið. Leggið til hliðar.
  2. Blandið saman í skál tómötum, basil, hvítlauk. Bætið saman við 1 msk af ólífuolíu, saltið og piprið. Geymið í kæli í um klukkustund, ef tími er til, jafnvel lengur.
  3. Látið basilblönduna yfir fiskinn og setjið í 175°C ofn. Eldið í um 15-20 mínútum, takið þá út og stráið osti yfir. Eldið þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax.

    Uppskriftina er að finna á vef gulurraudurgraennogsalt – hér

Steiktur fiskur í raspi með kapers remúlaðisósu

By | Gestablogg | No Comments

Steiktur fiskur, tvíburagourmet

Tiltölulega einfaldur réttur ef maður á allt í hann og mér fannst eiginlega þetta heimatilbúna rasp miklu betra en þetta “venjulega” sem maður kaupir í pakka. Það er best að byrja á því að gera sósuna svo hún fái aðeins að taka sig á meðan maður er að elda fiskinn.

Steiktur fiskur í raspi með kapers remúlaðisósu

Kapers remúlaðisósa

  • 0,75 dl majónes
  • 0,75 dl sýrður rjómi
  • 1/2 dl hakkaðar súrar gúrkur /relish
  • 2 msk kapris
  • 1/2 tsk karrý
  • pínu lítið gurkmeja
  • salt og pipar
  • ef maður vill smá sítrónusafa eftir smekk
  1. Öllu blandað saman í skál og látið standa inní ísskáp á meðan fiskurinn er eldaður.

1,2 kg þorskflök

Rasp

  • 2 egg
  • 3 msk kokoshveiti
  • 3 msk möndlumjöl
  • 3 msk fiberhusk
  • 2 msk hörfræ
  • 2 msk sesamfræ
  • 2 msk fibrex
  • salt og pipar
  • smjör til steikingar
  1. Eggin sett í djúpan disk og þeytt með gafli
  2. Öllum þurrefnunum blandað saman í annan djúpan disk
  3. Þorskflökin þurrkuð örlítið með pappír. Veltið fiskinum fyrst í eggið og svo í raspið og steikið á pönnu með nóg af smjöri.

Ég var með smjörsteiktar strengjabaunir og vaxbaunir með þessu, sem er mjög auðvelt meðlæti og tekur enga stund að steikja.

Uppskriftina er að finna á síðunni Tvíburagourmet – hér

Beikonvafinn kjúklingur

By | Gestablogg | No Comments

blómkálsrísotto
Beikonvafin kjúklingalæri með blómkálsottó og hvítlauksbrauði

Kjúklingalæri úrbeinuð,
Ferskur kjúklingur (ósprautaður)
1 bréf beikon
Blómkálsottóið:
1 blómkálshaus, niðurrifinn
smjörklípa
4 vorlaukar
2 hvítlauksrif, má vera meira
1 box af sveppum
2 dl rjómi
soð af kjúklingalærunum
kjúklingateningur í heitu vatni ef það þarf meiri vökva
1-2 msk rjómaostur
1/2 villisveppaostur , þessi hringlótti harði
Rifinn parmesanostur yfir í lokin.

kjullahelgi

Kjúklingalærin eru vafin með einni beikonlengju hvert stk, og stungið upp á grillspjót.
Komast 4 góð læri á hvern grillpinna.
Kryddað með góðu kjúllakryddi eða pipar, og bakað í ofni á 200 gráður í 20-30 mín.
Má auðvitað grilla líka á útigrilli.
Blómkálið er rifið niður í frumeindir.
Laukar, smjör og sveppir svissað á smjörpönnu, piprað til.
Blómkálstætingnum bætt út á pönnuna og hrært í þar til allt er orðið meyrt.
Fínt að bæta svo út í soðinu af kjúklingnum úr ofninum til að þynna eða bæta við soði af kjúklingatenging.
Í lokin bætið þið við rjómanum og ostinum. Með þessu bar ég fram hvítlauksbrauð sem var sirka

Hvítlauksbrauð:
2-3 dl rifinn ostur
1 dl rifinn Parmesan eða úr bauk
hvítlauksduft 1 tsk
1 egg
2-3 tsk kókoshveiti
Öllu blandað vel saman í skál og dreift á smjörpappír, bakaði í ofni í um það bil
15 mín um leið og kjúklingurinn er að klárast.Penslaði aðeins yfir það með hvítlauksolíunni úr IKEA

Uppskriftina er að finna á heimasíðu Maríu Kristu – hér

Piccata kjúklingur

By | Gestablogg | No Comments

2013-09-20-18-28-59

Piccata kjúklingur
fyrir 2-3
2 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum
salt og pipar
hveiti (innskot LKL – hægt að nota möndlumjöl, kókoshveiti eða Whole psyllum husk í staðinn)
6 msk smjör
5 msk ólífuolía
80 ml sítrónusafi
120 ml kjúklingakraftur
30 g kapers
1/2 búnt steinselja, söxuð

Saltið og piprið kjúklingabringurnar og dýfið þeim í hveiti.
Látið 2 msk af smjöri og 3 msk af ólífuolíu á pönnu. Þegar það er orðið heitt setjið þá aðra kjúklingabringuna, út á pönnuna og steikið í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni. Látið nú aftur 2 msk af smjöri og 3 msk af ólífuolíu á pönnuna og þegar það er orðið heitt steikið þá hina bringuna á pönnunni í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið.

Bætið því næst sítrónusafa, kjúklingakrafti og kapers út á pönnuna og hitið að suðu. Látið kjúklingabringurnar út í og látið malla í 5 mínútur. Takið því næst kjúklinginn af pönnunni, látið á disk og setjið síðustu 2 skeiðarnar af smjöri út í sósuna og hrærið kröftuglega. Hellið að lokum sósunni yfir kjúklinginn og berið fram með t.d. góðu salati

Uppskriftina er að finna finna á gulur, rauður, grænn og salt – hér