Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu

2013-08-19-17-47-38 2013-08-19-18-13-08

Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu
fyrir 4
7-800  g hvítur fiskur
safi úr 1/2 sítrónu
ólífuolía
salt og pipar
1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 lúka fersk basil, gróft skorin
3 hvítlauksrif, söxuð
rifinn mozzarellaostur

  1. Látið fiskflökin í olíusmurt ofnfast mót. Kreistið sítrónusafa yfir fiskinn. Saltið og piprið. Leggið til hliðar.
  2. Blandið saman í skál tómötum, basil, hvítlauk. Bætið saman við 1 msk af ólífuolíu, saltið og piprið. Geymið í kæli í um klukkustund, ef tími er til, jafnvel lengur.
  3. Látið basilblönduna yfir fiskinn og setjið í 175°C ofn. Eldið í um 15-20 mínútum, takið þá út og stráið osti yfir. Eldið þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax.

    Uppskriftina er að finna á vef gulurraudurgraennogsalt – hér

Leave a Reply