Súkkulaði trufflur

1382873_10151633670141721_1232014906_n

Súkkulaði trufflur

150 ml rjómi
100 g dökkt súkkulaði 70% eða hærra
5 dropar Via Healt Stevia dropar orginal bragð
Kakó, hnetur, kókos, chia eða annað sem hugurinn girnist til að húða trufflurnar

562962_10151634130081721_1350698_n

 

Hita rjóma á meðalhita. Þegar rjómin er farin að hitna, slökkva undir og bæta súkkulaði og stevia dropum við og hræra þar til alveg blandað við rjómann, verður pínu þykkt. Sett í skál og geymt í ísskáp í minnsta kosti tvo tíma. Gott er að gera kvöldinu áður og geyma í ísskápnum yfir nótt.
Þegar súkkulaðið er orðið hart þá er notuð tsk til að skafa upp úr skálinni og formaðar kúlur með höndunum. Gott að nota hanska því þetta getur orðið pínu subbótt. Rúllað í kókos, muldum hnetum, kakódufti eða öðru sem hugurinn girnist.  Kom skemmtilega á óvart að blanda saman smá chia og chilidufti og rúlla truflunum upp úr. Uppáhaldið mitt er samt sem áður muldar pistasíuhnetur.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu dísukökur – hér

Leave a Reply