Steiktur fiskur í raspi með kapers remúlaðisósu

Steiktur fiskur, tvíburagourmet

Tiltölulega einfaldur réttur ef maður á allt í hann og mér fannst eiginlega þetta heimatilbúna rasp miklu betra en þetta “venjulega” sem maður kaupir í pakka. Það er best að byrja á því að gera sósuna svo hún fái aðeins að taka sig á meðan maður er að elda fiskinn.

Steiktur fiskur í raspi með kapers remúlaðisósu

Kapers remúlaðisósa

 • 0,75 dl majónes
 • 0,75 dl sýrður rjómi
 • 1/2 dl hakkaðar súrar gúrkur /relish
 • 2 msk kapris
 • 1/2 tsk karrý
 • pínu lítið gurkmeja
 • salt og pipar
 • ef maður vill smá sítrónusafa eftir smekk
 1. Öllu blandað saman í skál og látið standa inní ísskáp á meðan fiskurinn er eldaður.

1,2 kg þorskflök

Rasp

 • 2 egg
 • 3 msk kokoshveiti
 • 3 msk möndlumjöl
 • 3 msk fiberhusk
 • 2 msk hörfræ
 • 2 msk sesamfræ
 • 2 msk fibrex
 • salt og pipar
 • smjör til steikingar
 1. Eggin sett í djúpan disk og þeytt með gafli
 2. Öllum þurrefnunum blandað saman í annan djúpan disk
 3. Þorskflökin þurrkuð örlítið með pappír. Veltið fiskinum fyrst í eggið og svo í raspið og steikið á pönnu með nóg af smjöri.

Ég var með smjörsteiktar strengjabaunir og vaxbaunir með þessu, sem er mjög auðvelt meðlæti og tekur enga stund að steikja.

Uppskriftina er að finna á síðunni Tvíburagourmet – hér

Leave a Reply