Monthly Archives: August 2014

Lauksúpa með heimalögðuðum kjötbollum….sæll ettu!!

By | Uppskriftir | No Comments

Það er svona um það bil tvisvar á ári sem ég dett um uppskrift sem ég missi nánast andann við að lesa og sjá mynd af réttinum. Þessi uppskrift af kjötbollum bornum fram í hefðbundinni lauksúpu með kóríander og parmesan osti er svo sannarlega ein af þeim. Lauksúpan er ein af mínum uppáhaldssúpum og er svo sannarlega lágkolvetna kostur en það vantar fituna og þá koma sko kjötbollurnar og osturinn sterkur inn. Þetta ætti að vera fyrsti rétturinn sem þú eldar þegar byrjar að rigna aftur á okkur svona til að halda gleðinni. Hvaða kjötbollu uppskrift sem er LKL væn hentar með súpunni. Ég er með uppskriftir í báðum bókunum mínum og það eru líka frábærar fetaostabollur hérna inni á þessari síðu. Bon appetit

Súpan:

700 g laukur, skorinn smátt, má setja í matvinnsluvél
50 g smjör
3 msk ólívuolía
1 lítri nautasoð (nota lífræna teninga
½ bolli hvítvín (hægt að kaupa miniature í Vínbúðinni sem hentar vel í þetta)
1 tsk salt
smá pipar

French-Onion-Soup-au-Gratin-Stuffed-Meatballs-4-title

Notaðu stóran pott og settu smjörið og olíuna út í og allan laukinn. Hrærðu í pottinum svo laukurinn verði allur í smjöri. Hafðu meðal háan hita, láttu lokið á og leyfðu þessu að malla í 15 mínútur. Hækkaðu hitann aðeins og leyfðu að malla í 30-40 mínútur í viðbót, hrærðu reglulega í lauknum. Hann á að vera orðinn gullinbrúnn eftir þennan tíma. Á meðan þetta er að gerast skaltu setja nautakraftinn og 1 l vatn í annan minni pott og láta hann ná upp suðu. Bættu þá Nautasoðinu saman við ásamt hvítvíninu og smakkaðu þig til með salti og pipar. Lækkaðu hitann og leyfðu súpunni að malla við vægan hita í 30 mínútur í viðbót með lokið yfir.

Það er sniðugt að klára bollurnar meðan þú gerir súpuna því það tekur góðan tíma að gera hana. Þegar súpan er klár skaltu setja bollurnar út í pottinn eða á stóra pönnu (sem hægt er að bera þetta fram í) ásamt fullt af fersku, söxuðu kóríander og 150 gr af rifnum parmesan osti. Settu pottinn eða pönnuna í 10-15 mínútur í 200° heitan ofn til að bræða ostinn – Allt klárt og verði þér að góðu.

Ofurfæðan grænkál

By | Uppskriftir | No Comments

Grænkálið er eitt næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst og inniheldur fullt af vítamínum og steinefnum eins og  A, C, og E vítamín, járn, kalk, magnesíum og fólínsýru. Grænkálið hefur góð áhrif á ristil, þarma og lifrina og er hrikalega einfalt að matreiða. Fylgdu bara leiðbeiningunum á myndinni og notaðu flögurnar sem meðlæti með mat eða jafnvel sem snakk eitt og sér.

1672456-slide-cook-kale

Fiskur með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Bragðmikill fiskréttur frá Eldhúsperlunni Helenu sem er hentar frábærlega á Lágkolvetna mataræði. Ólífurnar eru frábærar með fullt af góðri fitu og og svo eru það ostarnir og olíur í pestóinu. Fitan í aðalhlutverki alveg eins og það á að vera og ég mæli með fersku salati með þessum rétti og jafnvel smjörsteiktu blómkálsgrjónum…

600 grömm nýr fiskur, ég notaði ýsu

Sólþurrkað tómatamauk, líka hægt að nota rautt pestó

1 lítil krukka svartar ólífur

1 kúla ferskur mozarella ostur

1 askja kirsuberjatómatar

1 dl rifinn parmesan ostur

Ólífuolía og gott krydd t.d Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum

min_img_4843

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður og smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Skerið fiskinn í passlega bita, kryddið og leggið í mótið.

min_img_4835

Smyrjið um það bil einni teskeið af sólþurrkaða tómatmaukinu ofan á hvern fiskbita

min_img_4837

Skerið tómata og ólífur í tvennt og dreifið yfir. Leggið sneið af mozarella ofan á hvern fiskbita.

min_img_4839

Dreifið parmesan osti yfir allt saman og kryddið yfir með heitu pizzakryddi.

min_img_4841

Bakið í 20 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn og osturinn bakaður.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Eldhúsperlur hér

Karamelluseruð blómkálsgrjón með sesamolíu og kóríander

By | Uppskriftir | No Comments

Uppáhaldsmeðlætið mitt með steikinni, fiskinum eða næstum hverju sem er eru karamelluseruð blómkálsgrjón með kóríander. Smjörsteikt dásemd sem henta með flestum mat og ferskt salat á kantinum, getur ekki klikkað.

1 blómkálshöfuð
1 búnt kóríander, saxað smátt (ok þetta er svolítið mikið en það er bara svoooo gott að hafa mikið:)
limesafi
1 msk sesamolía
3-4 msk smjör
salt til að smakka

Skerðu blómkálið í nokkra bita og settu í matvinnsluvél. Tekur aðeins nokkrar sekúndur að gera að grjónum og passaðu að þau verði ekki að mauki. Settu smjörið á pönnu og hitaðu það að suðu. Eftir smá stund byrjar það að brúnast. Mikilvægt að fylgjast vel með því, hræra reglulega í því helst með vispara og taka það af hitanum þegar það er komin karamellulykt af því og það er ljósbrúnt. Bættu þá blómkálinu, kóríander, olíunni og limesafanum við og smakkaðu til með salti. Láttu allt hitna á vægum hita í 10-15 mínútur.

IMG_2040_zpsc2d6b391

Skærgrænn lágkolvetna grænn próteinsmoothie

By | Uppskriftir | No Comments

Bragðgóð, næringarrík, próteinrík  og trefjarík blanda á ferðinni hérna, frábær leið til að byrja daginn. Það þarf engin sætuefni þar sem Nectar próteinið er sætt á bragðið. Innan við 4 gr kolvetni í drykknum, alger snilld.

150 ml kókosmjólk (veldu með lægsta kolvetnainnihaldið)
1 msk chiafræ
1 góð lúka ferskt spínat
1 scoop Nectar vanilluprótein
klaki

Settu allt í blandarann á hæsta styrk þar til blandan er orðin silkimjúk.

IMGblog_4235

Grillaður lax með himneskri marineringu

By | Gestablogg | No Comments

Frábær uppskrift frá Eldhúsperlum sem er grillaður lax í mjög bragðgóðri dressingu. Það er enn sumar….er það ekki og það er svo sumarlegt að sjá svona grillaða dásemd. Ef þú vilt heldur setja hann inn í ofn er það auðvitað í góðu lagi. Setur hann í eldfast mót og inn í ofn á 180° í 12-15 mínútur. Til að LKL væða þessa uppskrift skipti ég út hunanginu í jöfnum hlutföllum fyrir Walden Farms pönnukökusýrópið og það kom svona svakalega vel út.

Marinering:
2 msk dijon sinnep
1 msk hunang
4 msk sojasósa
6 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif, rifið eða smátt saxað

Lax – ég var með tvö frekar lítil flök og dugði marineringin vel á þau. Saxaður vorlaukur til að strá yfir að lokinni eldun

Aðferð:  Breinhreinsið laxaflökin og skerið þau í passlega bita. Hrærið öllu innihaldinu í marineringuna saman og hellið helmingnum af marineringunni yfir laxinn. Látið standa í 10 mínútur og grillið svo á vel heitu grilli, fyrst á fiskhliðinni, snúið honum við eftir 2-3 mínútur og klárið að elda á roðhliðinni. Takið laxinn af roðinu og berið fram með restinni af marineringunni, söxuðum vorlauk og t.d einföldu fersku salati.

Uppskriftina er að finna inn á matarblogginu Eldhússögur hér

min_img_3710

min_img_3723

Ofureinfaldur grænn lágkolvetna smoothie

By | Uppskriftir | No Comments

Ég myndi alltaf taka grænan smoothie fram yfir græna safa eins og eru svo vinsælir núna. Ástæðan er að safarnir eru pressaðir og skilja 1/3 af næringunni og meira en helminginn af trefjunum eftir í vélinni sem hrat sem endar síðan í ruslinu. Þetta er ekki málið. Settu allt hráefnið í blandara eða matvinnsluvél og fáðu hverja ögn af næringu og trefjum beint í æð.

200 ml kókosmjólk (veldu tegund með lágt kolvetnainnihald, er mjög misjafnt)
1 góð lúka ferskt spínat
1 lítið (hash) avókadó
4 dropar vanillu stevia (val)

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél þar til blandan verður silkimjúk. Þetta er rúmlega 1 skammtur, hægt að geyma smá sem millimál + nokkrar hnetur og fræ yfir miðbik dagsins.

Wils_Chocolate-Mint-Whip_3p_02_r1-copy-896x1024

Gúrmei borgarar með vinningssósu

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Til þess að gera þennan rétt LKL vænan sleppirðu brauðinu eða notar LKL vænt brauð eins og t.d. Oopsies og passar að sweet chilisósan sé sykurlaus (fæst í Krónunni)

6 hamborgarar, t.d. 120 g

6 hamborgarabrauð

ostur, t.d. blámygluostur

svartur pipar

grænmeti að eigin vali

 

Avacadóchilísósa

1 dós sýrður rjómi

2 avacadó, afhýdd og steinninn fjarlægður

3-6 msk sweet chilí (eða meira eftir smekk)

 

Piprið hamborgarana ríflega báðu megin og grillið. Látið ostinn á undir lokin og takið hamborgarana af grillinu þegar osturinn er bráðinn. Grillið hamborgarabrauðin lítillega.

Gerið hamborgarasósuna með því að blanda saman sýrðum rjóma, avacadó og stappið avacadóið saman við. Mér þykir gott að hafa nokkra stærri bita af avacadó í sósunni þannig að ég stappa þetta gróflega en það er smekksatriði. Smakkið sósuna til með sweet chilí.

Berið strax fram ásamt fullt af grænmeti og borðið með bestu lyst.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulur, rauður, grænn og salt hér

IMG_1975 IMG_2017

Rósakál með avókadó, lime og beikoni

By | Uppskriftir | No Comments

Rósakál flokkast seint sem vinsælasti gaurinn í grænmetisrekkanum. Rósakál er engu að síður frábært grænmeti sem er fullt af góðri næringu og hefur þennan frábæra þéttleika sem minnir pínu á rótargrænmeti. Þessi réttur er instant uppáhald og er frábært meðlæti með öllu kjöti eða fisk

500 gr rósakál
4 sneiðar beikon
1 stórt hvítlauksrif, pressað
1 msk lime safi
1 stórt avókadó eða 2 lítil skorin í frekar þykkar sneiðar
ólífuolía
salt og pipar

Byrjaðu á að skera beikonið niður í litla bita og steiktu þá á vel heitir pönnu. Taktu síðan til hliðar en skildu feitina eftir á pönnunni. Skerðu rósakálið í 4 báta, bættu smá ólífuolíu á pönnuna og steiktu kálið ásamt hvítlauknum þar til allt er byrjað að brúnast. Lækkaðu hitann og bættu lime safanam við ásamt beikoni og kryddunum. Bættu avókadó sneiðunum við síðast og blandaðu þeim varlega saman við svo þær maukist ekki, þurfa bara rétt að hitna í gegn.

av

Heimatilbúin muesli án sykurs

By | Uppskriftir | No Comments

Fyrir ykkur sem saknið morgunkornsins á LKL mataræðinu ykkar þá er komin hérna þessi
frábæri staðgenginn í formi heimatilbúins muesli. Þetta er mjög einföld uppskrift ef að  uppskrift
skyldi kalla en þú þarft bara að blanda nokkrum hráefnum saman í skál, hæra saman og baka
síðan í nokkrar mínútur og átt þá morgunverð fyrir alla vikuna. Stök(k) snilld, verði ykkur að góðu

4-5 msk kókosolía eða smjör (bráðið)

500 gr kókosflögur

2 msk chiafræ

1 tsk kanill (má sleppa)

350 gr  hnetur eða möndlur eða bæði, saxaðar gróft

1 – 3 msk sykulaust sýróp (þetta er val, þú ræður hversu sæt blandan er, mátt jafnvel sleppa)

Hitaðu ofninn í 120C. Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í skál og hrærðu þau saman. Settu smjörpappír í ofnskúffu og dreifðu blöndunni jafn á plötuna. Bakaðu í 15-20 mínútur. Hrærðu í blöndunni 2-3 á meðan hún brúnast.

Þegar allt er farið að brúnast vel (því dekkri því stökkari) tekurðu plötuna úr ofninum og kælir vel.
Brjóttu síðan blönduna upp með höndunum og geymdu í lokuðu íláti. Frábært með grískri jógúrt eða skyri og smá rjóma.

Screen-Shot-2012-08-27-at-6.24.38-PM