Monthly Archives: August 2014

Salsa kjúklingur með mexíkó osti

By | Gestablogg | No Comments

Frábær uppskrift sem auðvelt er að LKL væða. Nota aðeins rúmlega að smjörinu, feitari útgáfuna af rjómaosti og sleppa tortillu flögunum, ekki flókið. Hentar vel að hafa fersk salat með og blómkálsgrjón.

Uppskriftin er fyrir 6

6 kjúklingabringur
1-2 msk olía eða smjör
Krydd, t.d chilli explosion eða önnur góð kryddblanda
1 stór krukka (350 gr) salsa sósa
1 askja Philadelphia light rjómaostur
1 Mexíkó ostur, smátt skorinn
1/2 kjúklingateningur
Nokkrar tortillaflögur
1 dl rifinn ostur
Smátt saxað ferskt kóríander (má alveg sleppa)

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður og kveikið undir pönnu á meðal-háum hita. Skerið bringurnar í tvennt, kryddið og steikið upp úr smjöri eða olíu þar til bringurnar hafa brúnast. Leggið kjúklinginn í eldfast mót

min_img_4595

Hellið salsa sósunni á pönnuna ásamt smátt skornum Mexíkó ostinum og rjómaostinum og hálfum kjúklingateningi. Setjið 1 dl af vatni í salsakrukkuna, lokið á og hristið og hellið á pönnuna. Hitið sósuna þar til allt bráðnar en það er allt í lagi að hafa smá Mexíkó osta bita í henni, bara betra. Hellið yfir kjúklingabringurnar. Stráið yfir rifna ostinum og nokkrum lúkum af muldum tortillaflögum. Bakið í 20 mínutur.

min_img_4603

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Eldhúsperlur hér

Pistasíu pestó kjúklingur

By | Gestablogg | No Comments

IMG_3618

900 g úrbeinuð kjúklingalæri, ég notaði 1 poka af kjúklingalærum frá Rose Poultry
1 tsk salt
1 tsk pipar
ólífuolía

Pistasíu pestó

140 g pistasíuhnetur
1 lúka fersk basilíka
1 lúka steinselja
2 hvítlauksrif
50 g parmesanostur, rifinn
ca. 100 ml ólífuolía
sjávarsalt

IMG_3563

Gerið pistasíupestóið með því að láta pistasíuhnetur, basilíku, steinselju, hvítlauk og parmesanost í matvinnsluvél. Stillið á “pulse” þar til henturnar eru gróflega saxaðar og hellið þá olíunni rólega saman við (með matvinnsluvélina í gangi) og leyfið að blanda saman. Bætið við meiri olíu ef ykkur finnst þurfa. Bætið að lokum salti saman við.

IMG_3602

Kryddið kjúklingalærin með salti og pipar á báðum hliðum. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingalærin við háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.

Setjið kjúklingalærin í ofnfast mót og dreifið pistasíupestóinu yfir kjúklingalærin um 1 msk á hvert læri. Setjið í 170°c heitan ofn í ca. 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður

photo-25

Berið fram með salati og því sem eftir er af pistasíupestóinu.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulur, rauður grænn og salt hér

Súkkulaði og kókosmús

By | Gestablogg | No Comments

Það er komin helgi og þá fær maður sér eftirrétt. Það er bara þannig. Hérna er einstaklega girnileg uppskrift sem þarf reyndar aðeins að hafa fyrir en  er algerlega þess virði. Sönnunargagn nr.1 – sjá myndir 🙂 Uppskriftin er frá henni Hafdísi sem er með matarbloggið Dísukökur.

Súkkulaðimús

25 g sukrin
3 eggja rauðurfff
100 g 70% súkkulaði
200 ml rjómi
6-8 dropar Via-Health stevía original

Sykur og egg þeytt vel saman. Yfir heitu vatnsbaði er blandan hituð aðeins þar til hún fer að þykkjast. Súkkulaði brætt yfir heitu vatnsbaði. Rjómi þeyttur og eggjarauður og stevía blandað varlega við. Í lokin er brætt súkkulaði sett út í rjóman og blandað vel saman. Sett í form og inn í ísskáp eða frysti.

fff


Kókosmús

80 ml rjómi
20 g sukrin
15 ml  rjómi(fyrir gelatín)
1/2 gelatín blað
8 dropar Via-Health stevía kókosbragð
50 g hreint jógúrt

cds

Gelatín sett í vatnsbað og geymt í 5-10 mín. Þeyta rjóma, stevíu og sukrin saman. Gelatín er tekið úr vatni og kreist allan vökva úr og sett í pott ásamt 15 ml af rjóma. Hræra þar til uppleyst í rjómanum. Blanda við músina og í lokin er jógúrt bætt við.

Hægt að setja ofan á súkkulaðimúsina eða í sérskál og inn í frysti eða kæli.

Uppskriftina er að finna hér

Blómkáls skin(n)

By | Gestablogg | No Comments

Meðlæti er eitthvað sem ég er alltaf með augun opin fyrir því það eru alltaf þessir hefðbundnu próteingjafar sem maður sækir í , kjöt, fiskur og egg en MEÐLÆTIÐ er eitthvað sem gerir oft gæfumuninn og gerir matinn aftur spennandi ef maður er búinn að fá leið. Þessi blómkálsuppskrift frá Maríu Kristu er alger snilld og er líka búin til úr uppáhalds grænmetinu mínu þessa dagana…blómkáli (var áður brokkóli)

Alger snilldaruppskriftt og hentar með öllu kjöti eða fisk sem meðlæti, eða sem forréttur eða bara sem svona hálf….vegis “veggie” réttur þ.e. ef þú sleppir beikoninu, sem ég mæli alls ekki með að þú gerir 🙂

blomkalsskinn 1

Þú þarft:
200 gr maukað blómkál
1 egg
2 dl rifinn cheddar ostur + 2 msk til að toppa með
salt dash
pipar dash
1 tsk paprikukrydd ( nauðsynlegt ) sweet paprika frá Söstrene Gröne er mjög góð t.d.
1 msk Chia Seed meal eða möluð Chia fræ
30 gr sýrður rjómi (til að setja ofan á í lokin)
3 msk beikonkurl
graslaukur niðurklipptur

blomkalsskinn 2

Aðferð:

Gufusjóðið fyrst blómkálið ca 1 haus. Maukið allt saman nema sýrða rjómann, beikonið og graslaukinn og setjið í skeljamót og bakið 180 gráðum, þar til gyllt. Má líka sprauta aflöngum doppum á smjörpappír ef formið er ekki við hendina.

Takið úr mótinu, setjið í bökunarpappír og stráið beikonkurli yfir og dálitlu af rifnum cheddar. Hitið aftur í ofni þar til “bátarnir” hafa brúnast vel og svo berið þið þá fram með tsk af sýrðum rjóma og niðurskornum ferskum graslauk.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu hennar Maríu Kristu hér

Sistema leikur, taktu þátt

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Frábær nestisbox og shake-hristiglös frá Sistema eru snilld sem ég hef lengi notað. Það vita það auðvitað ALLIR að leiðin til árangurs er undirbúningur og þegar þú ert t.d. að taka með þér hluta af LKL kvöldverði gærdagsins sem nesti + mögulega millimál er gott nestisbox málið. Kíktu á leikinn hérna og taktu þátt.

Products9244-800x800-639092

Jarðaberjasmjör með????

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Já…einmitt þegar ég las þessa uppskrift af jarðaberjasmjöri frá henni Dísu hugsaði ég hvað væri nú hægt að nota þetta í? Svo datt það í hausinn á mér….VÖFFLUR, auðvitað. Skellti í uppskrift og smurði þessari dásemd ofan á og “dass” af rjóma og viti menn ég var komin til himna. Algert æði og bætir hressilega í fituskammt dagsins og svo auðvitað algerlega ný leið  til að nota hið dásamlega alíslenska smjör. Endilega að skrifa í comment ef þú prófar þetta með öðrum mat, láta vita hvernig það smakkast!

Screen Shot 2014-08-18 at 2.24.59 PM

Jarðarberjasmjör
Aðferð 1

110g mjúkt smjör
5-6 fersk jarðarber
1/2 tsk sítrónu safi
1 tsk sukrin melis

Skolið jarðarberin og maukið með töfrasprota. Sigtið maukið og setjið í pott. Látið hitna á miðlungshita og bætið við sítrónu safa og sukrin melis. Hrærið í pottinum í 2 mínútur og takið af hellunni. Þegar maukið hefur kólnað setjið þá í skál ásamt smjörinu og þeytið saman. Færið yfir í krukku eða skál.

Jarðaberjasmjör
Aðferð 2

110g mjúkt smjör
5-6 jarðarber
2-5 dropar jarðarberja stevía

Skolið jarðarberin og saxið smátt. Setjið þau í skál ásamt smjörinu og stevíu og þeytið þar til vel blandað.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Dísukökur hér

Himneskt bökuð grænkálsbaka

By | Uppskriftir | No Comments

Nú er grænkálstíð og því ekki seinna vænna að skella í svo sem eina grænkálsböku sem er stútfull af próteinum og fitu, alveg eins og við viljum hafa það. Góð daginn eftir og himnesk með brakandi fersku salati.

150-200 gr ferskt grænkál
2 msk olía
1 poki rifinn mozzarella ostur (í grænu pokunum)
1 miðlungsstór laukur, smátt saxaður
8 egg
krydd að eigin vali (ég nota fullt af Garlic pepper frá Santa María, alger snilld)
salt

enhanced-buzz-26044-1387816309-23

Byrjaðu á að hita ofninn í 180° og smyrð eldfast mót með olíu eða mjúku smjöri. Hitaðu stóra steikarpönnu og léttskteiktu laukinn fyrst og bættu síðan við öllu grænkálinu, einnig hægt að gera í stórum potti en þú átt ekki nógu stóra pönnu. Kryddaðu kálið aðeins með salti og kryddi að eigin vali. Kálið er fljótt að minnka og taktu það af pönnunni þegar það er farið að minnka í ummáli án þess að vera klesst. Settu kálið í eldfasta mótið og dreifðu rifna ostinum jafnt yfir.  Hrærðu eggin vel saman og kryddaðu með smá salti og kryddi að eigin vali. Helltu eggjablöndunni yfir eldfasta mótið og „hrærðu“ varlega í með gaffli rétt til að eggin nái að fara um allt. Ekki mauka. Settu mótið inn í ofn og bakaðu í 30-35 mínútur og leyfðu henni síðan að jafna sig í 10 mínútur þegar hún er komin út. Frábær með fersku salati og góðri kaldri sósu.

Ert þú að gera þessi EVOO mistök?

By | Innihald Matvæla, LKL Fróðleikur | No Comments

Við vitum öll að Extra virgin Olive Oil eða EVOO er eitt af undrum veraldar. Hún inniheldur andoxunarefni og er heil árshátíð af hollum fitusýrum og auðvitað smakkast hún frábærlega með öllum mat. Flest eigum við hana í eldhúsinu og nú sérstaklega í seinni tíð notum við hana við fjölbreytta matreiðslu en það eru samt nokkur atriði sem þú þarft að vita til þess að olían haldist í lagi og þú njótir allra þeirra gæða sem hún getur gefið þér. Hérna eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga þegar þú notar EVOO og mistök sem þú ert mögulega að gera en auðvelt er að bæta úr.

Blog-Post-03-Choosing-the-Best-Olive-Oil-1120x640

Mistök nr #1 – Kaupir hana í plastflösku eða glæru gleri.

Tveir helstu óvinir EVOO eru súrefni og sólarljós svo ef hún er í glærri flösku er hún í vandræðum og er mjög fljót að skemmast. Til að EVOO geymist sem best skaltu ávallt og alltaf kaupa hana í glerflösku sem er dökkgræn eða dökkbrún. Þannig líður henni best.

olive_oil_number_one

Mistök nr #2 – Geymir hana nærri hita

Hvort sem hitinn er að koma frá eldavélinni sem er rétt við flöskuna eða beint í gegnum eldhúsgluggan í formi sólarljóss þá er það slæmt mál. Hitinn hefur áhrif á andoxunarefni í olíunni og getur haft áhrif á bragðið af henni. Geymdu hana fjarri hita og ekki í glugganum.

rosemary-infused-olive-oil

Mistök nr #3 – Dæmir olíuna eftir litnum

Liturinn á EVOO ákvarðast fyrst og fremst hvenær hún var gerð og hvenær hún var pressuð. Gæðaolía getur bæði haft fallegan grænan lit yfir  í að vera í mjúkum gulgrænum  lit svo ekki láta litinn stoppa þig. Smakkaðu frekar olíuna og dæmdu svo.

olive-oil-vigor-trigger-620

Mistök nr #4 – Notar eina EVOO í alla matreiðslu

Þegar úrvalið eru tvær heilar hillur af EVOO stendur valið á milli þessarar mest auglýstu og ódýru upp í þessa sem kostar það sama og að fylla bílinn. Flestir kaupa sennilega eitthvað þarna á milli og nota hana í allt. Staðreyndin er að sumar ódýrari olíur henta bara ágætlega í suma rétti þar sem bragðið af olíunni þarf ekki að standa sérstaklega upp úr eins og steikingu o.þ.h en þegar við erum að tala um að nota þær út á ferskt salat eða sem dressingu á vel eldaðan fisk í stað sósu skaltu velja aðeins dýrari tegund því bragðið er bara allt annað.

dau-an-1

Mistök nr #5 – Eldar hana á of háum hita

Algeng mistök eru að hita olíuna það mikið í matreiðslu eins og steikingu að það byrji að rjúka úr henni. Það er ávísun á eyðileggingu andoxunarefna sem eru viðkvæm fyrir hitanum og því mikilvægt að nota frekar  aðrar olíur ef á að steikja í miklum hita. EVOO hentar mikið betur til að marinera í eða sem dressing eða sósa þar sem bragðið getur notið sína og lítil eða engin eldun á sér stað.

olivesi

Mistök nr #6 – Geymir hana of lengi

Ef þú notar EVOO sjaldan getur hún eyðilagst. Hillulíf góðrar EVOO er 24 mánuðir miðað við rétta geymsluaðferðir svo ef þú átt rykfallna flösku sem stendur í gluggasyllunni og er að tana sig í sólbaði skaltu losa þig við hana og byrja upp á nýtt.

Karrýbakaðar gulrótarflögur og spínatflögur

By | Uppskriftir | No Comments

Nýjasta æðið er að baka grænmetið og búa til svona „kartöfluflögu“ tilfinningu þegar þú borðar það. Það er líka svo gott að fá eitthvað stökkt og pínu salt með góðum mat og þá koma þessar gulrótar og spínatflögur sterkar inn.

Ofnbakaðar karrý gulrótarflögur

2-3 stórar gulrætur
2 msk ólífuolía
1 tsk karrýkrydd (helst milt)
salt og pipar

curried_baked_carrot_chips_feature

Hitaðu ofninn í 180° og breiddu út smjörpappír á ofnplötu. Taktu ysta lagið af gulrótunum með ostaskera og skerðu endana af. Notaðu síðan ostaskerann til að gera langar sneiðar. Það er ekki hægt að klára gulrótina svona nema þú eigir mandólin svo þú átt nokkra gulrótarenda næst þegar þú gerir súpu. Blandaðu olíunni og kryddunum í skál og settu gulrótarsneiðarnar ofan í blönduna og blandaðu vel saman. Raðaðu flögunum þétt á pappírinn því þær dragast saman og bakaðu þær í 10-12 mínútur eða þar til þær eru fallega brúnaðar. Leyfðu þeim að þorna og kólna á bréfþurrku. Góðar með öllum mat og frábærar á salöt.

curried_baked_carrot_chips_recipe

Ofnbakaðar spínatflögur

3 msk ólífuolía
stór poki ferskt spínat
1 tsk chiliflögur (má sleppa ef þú vilt mildari útgáfu en gefur svakalega gott bragð)
salt og pipar

IMG_2839f

IMG_2874f

Hitaðu ofninn í 180°. Blandaðu öllum innihaldsefnunum í skál og hrærðu vel saman með höndunum.  Dreifðu vel úr þeim á plötu með smjörpappír og passaðu að hafa þær ekki ofan á hvorri annarri. Bakaðu í 10-12 mínútur eða þar til þær eru stökkar. Berðu þær strax fram.

baked-spinach-chips

IMG_2880fc

Heilbakað bragðmikið blómkál

By | Uppskriftir | No Comments

Þennan einfalda rétt er hægt að nota sem meðlæti með fisk eða kjöti. Skemmtilega öðruvísi og bragðmikill réttur.

1 msk ólifuolía
1 stórt blómkálshöfuð
1 dós grískt jógúrt
1 msk chiliduft
½ msk cumin
1 msk hvítlauksduft
½ msk karrýduft
½ msk salt

Byrjaðu á að hita ofinn í 180° Snyrtu blómkálið og skeru allt grænt í burtu. Blandaðu síðan saman öllum innihaldsefnunum í skál og vispaðu vel saman. Dýrfðu síðan blómkálinu ofan í of settu á bökunarpappír. Bættu legi á hliðarnar á blómkálinu svo það sé allt smurt. Notaðu aukalöginn sem situr eftir til að bera fram með því. Bakaðu blómkálið sína í 30-40 mín eða þar til marineringin er orðin eins konar skorpa og farin að taka fallegan lit. Leyfðu kálinu að standa í 10 mínútur áður en það er borið fram.

Cauliflower549x305