Uppáhaldsmeðlætið mitt með steikinni, fiskinum eða næstum hverju sem er eru karamelluseruð blómkálsgrjón með kóríander. Smjörsteikt dásemd sem henta með flestum mat og ferskt salat á kantinum, getur ekki klikkað.
1 blómkálshöfuð
1 búnt kóríander, saxað smátt (ok þetta er svolítið mikið en það er bara svoooo gott að hafa mikið:)
limesafi
1 msk sesamolía
3-4 msk smjör
salt til að smakka
Skerðu blómkálið í nokkra bita og settu í matvinnsluvél. Tekur aðeins nokkrar sekúndur að gera að grjónum og passaðu að þau verði ekki að mauki. Settu smjörið á pönnu og hitaðu það að suðu. Eftir smá stund byrjar það að brúnast. Mikilvægt að fylgjast vel með því, hræra reglulega í því helst með vispara og taka það af hitanum þegar það er komin karamellulykt af því og það er ljósbrúnt. Bættu þá blómkálinu, kóríander, olíunni og limesafanum við og smakkaðu til með salti. Láttu allt hitna á vægum hita í 10-15 mínútur.