Category Archives: Uppskriftir

Opin Oopsies samloka með öllu

By | Uppskriftir | No Comments

Það þarf ekki alltaf að standa í flókinni eldamennsku til að töfra fram bragðgóða rétti.
Þessi opna samloka er eins djúsí og þær koma og eina eldamennskan sem þú þarft að
standa í er að elda hakkið á pönnu og svo er bara að raða saman…

LKL örvar

LKL opin samloka
– Oopsies brauð
– ostur
– lífrænt mæjónes
– nautahakk
– rauðlaukur
– fetaostur
– sólþurrkaðir tómatar
– jalapenos
– grænt pestó

 

LKL morgunverðargrautur…inn

By | Uppskriftir | No Comments

Fyrir ykkur sem saknið kornmetis eins og hafragrautsins þá er hérna komin lág kolvetna útgáfan af þeim góða graut.
Þessi útgáfa inniheldur hvorki mjólk né korn og er því án laktósa og glúteins. Hann er mjög trefjaríkur og er frábær
staðgengill hins hefðbundna bara án kolvetnanna

555127_548739615147594_2016374101_n

Þú þarft:
2 matsk chia fræ
2 matsk lífrænar kókosflögur
1 matsk valhnetur
1 matsk graskersfræ
½ tesk kanill
1 bolli heitt vatn
smá klípa salt eða smá klípa Stevia sætuefni eftir smekk

Láttu Chia fræin í bolla sem er fylltur af 2/3 af sjóðandi vatni með klípu af salti eða sætuefni. Mátt sleppa Stevia
ef þú vilt hann ekki sætan. Settu valhneturnar og graskersfræin í annan bolla og settu vatn rétt yfir. Settu filmu eða eitthvað
annað til að loka fyrir báða bollana og látið bíða yfir nótt. Morgunverðurinn: Láttu vatnið renna af hnetunum og fræjunum
og settu í blandara ásamt chia gelinu (breytist í gelkennt efni) kanilnum og kókosflögunum. Maukaðu þetta nokkuð vel saman í
nokkrar sekúndur. Bættu við smá vatni ¾ bolla eða svo og maukaðu smá meira. Tilbúinn.

Bláberjasósan er hrikalega einföld
settu 2 matskeiðar bláber í blandarann og ½ tesk sætuefni og
þeyttu vel saman og settu svo út á grautinn. Auðvitað er hægt
að nota jarðaber eða hindber í stað bláberja.

Hugmynd að LKL morgunverði eða millimáli

By | Uppskriftir | No Comments

Það oft sem maður á mat frá kvöldinu áður og í þessu tilfelli er það kjúklingur og restin af salatinu.
Rosalega gott að setja þetta saman og ég notaði góða ólífuolíu og ferskt kóríander, algert æði

LKL millimál

Kjúklingur rifinn niður með skinninu líka – Upprúllaður mozzarella í parmaskinku 1-2 stk bitar
Brie, avókadó, ferskt salat og ólífuolía + kóríander yfir og bragðlaukarnir brosa allan hringinn

 

Gómsætur fiskur með möndlusmjöri

By | Uppskriftir | No Comments

Þessi réttur er svo ótrúlega einfaldur að það er eiginlega engin eldamennsla sem kemur við sögu. Ef þú ert þokkaleg/ur í að raða hlutum saman þá er þetta rétturinn fyrir þig. Ég notaði möndlusmjörið frá Monki og mæli með því, rosalega bragðgott.

möndluþorskur

Fiskur með möndlusmjöri
800 gr þorskur eða hvaða annar hvítur fiskur sem þú vilt
200 gr möndluflögur
3 dl möndlumjöl
100 gr smjör
sítrónu/limesafi
salt og pipar

Svona gerir þú:
Byrjaðu á að bræða smjörið í potti og hrærðu svo möndlumjölið rólega saman við svo verði þykk hræra. Settu helminginn af möndluflögunum, smá sítrónusafa, salt og pipar saman við, smakkaðu þig til. Settu síðan fiskinn í smurt eldfast mót og settu hræruna yfir og stráðu svo restinni af möndlunum efst. Bakaðu í ofni í 25 mín á °180
Berðu fram með fersku LKL salati að eigin vali

Trefjaríkar LKL morgunverðarbollur

By | Uppskriftir | No Comments

Þessar eru einstaklega einfaldar en mjög bragðgóðar. Henta einstaklega vel í morgunverðinn og þú ræður áleggsvalinu.

equine-chia-seeds-bulk-organic-whole-food-for-horses-ZOOM2

Þú þarft:
– 3 egg
– 1/2 dl kókoshveiti (3dl möndlumjöl)
– 2 dl rifin ostur
– 2 msk mæjones
– 2 msk husk
– 1 tsk vínsteynslyftiduft
– 1 dl blönduð fræ (notaðu m.a. chia)
– smá salt

Allt sett í skál og hrært saman, sett með matskeið á ofnplötu með bökunnarpappír á og bakað á 200° í 15 mín

Örbabolla og 7 mínútna egg

By | Óflokkað, Uppskriftir | No Comments

Góður morgunverður á LKL ætti að innihalda egg í einhvers konar formi. Það er bara ekkert sem skákar þeim
Þessi morgunverður er örbabollan fræga sem margir eru farnir að betrumbæta og auðvitað er velkomin að bæta
við því sem þér þykri gott en hérna er klassísk uppskrift:

1 egg
1/2 tsk af vínsteinslyftidufti
1/4 tsk salt
1/2 tsk HUSK trefjar
1 tsk af kókoshveiti
( má líka nota 2-3 tsk af möndlumjöl í staðinn)
2 -3 tsk rjómi
1 tsk kúmen (má sleppa)

Aðferð:
Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust.
Bollinn fer svo í örbylgjuofnin í 2 1/2 mín og út kemur “fluffý “bolla sem má smyrja með osti og smjöri.

Eggin eru sett í sjoðandi vatn og höfð ofan í nákvæmlega í 7 mínútur sem gerir þau mitt á milli lin/harðsoðin
majónesið er mikilvægt til að fá næga fitu og mettum og brakandi fersk salat og avókadó gera þetta að prýðis
morgunverði

eggogmajó

LKL morgunverður:
Örbabolla með smjöri og osti + egg með salati og majó

Grillað lambakjöt með kaldri bernessósu

By | Óflokkað, Uppskriftir | No Comments

Það þarf ekki að vera flókin að skella saman LKL máltíð og uppskrift stundum óþarfi.
Þessi réttur er þessi hefðbundni “hvað er til í íssápnum” sem er gott að hafa öðru hverju
til að hreinsa aðeins til leifar og restar frá liðnum dögum.

Þessi hérna er samsettur af grilluðum lambasneiðum sem eru með smjörsteiktum
aspas og smjörsteiktum sveppum og fersku góðu salati með fullt af fetaosti. Sósan
er hreinsunin en þetta er restin af bernessósu gærdagsins sem ég gerði frá grunni
og verður oft eftir í ísskápnum þar sem hún harðnar útaf smjörinu. Það sem ég geri
er að ég hræri restinni strax saman við majónes og sýrðan rjóma og er því komin
með kalda bernes sem er fullkomin daginn eftir, mjúk og góð.

matur 1

– LKL lambalærisneiðar með bernes og grænmeti