Gómsætur fiskur með möndlusmjöri

Þessi réttur er svo ótrúlega einfaldur að það er eiginlega engin eldamennsla sem kemur við sögu. Ef þú ert þokkaleg/ur í að raða hlutum saman þá er þetta rétturinn fyrir þig. Ég notaði möndlusmjörið frá Monki og mæli með því, rosalega bragðgott.

möndluþorskur

Fiskur með möndlusmjöri
800 gr þorskur eða hvaða annar hvítur fiskur sem þú vilt
200 gr möndluflögur
3 dl möndlumjöl
100 gr smjör
sítrónu/limesafi
salt og pipar

Svona gerir þú:
Byrjaðu á að bræða smjörið í potti og hrærðu svo möndlumjölið rólega saman við svo verði þykk hræra. Settu helminginn af möndluflögunum, smá sítrónusafa, salt og pipar saman við, smakkaðu þig til. Settu síðan fiskinn í smurt eldfast mót og settu hræruna yfir og stráðu svo restinni af möndlunum efst. Bakaðu í ofni í 25 mín á °180
Berðu fram með fersku LKL salati að eigin vali

Leave a Reply