LKL morgunverðargrautur…inn

Fyrir ykkur sem saknið kornmetis eins og hafragrautsins þá er hérna komin lág kolvetna útgáfan af þeim góða graut.
Þessi útgáfa inniheldur hvorki mjólk né korn og er því án laktósa og glúteins. Hann er mjög trefjaríkur og er frábær
staðgengill hins hefðbundna bara án kolvetnanna

555127_548739615147594_2016374101_n

Þú þarft:
2 matsk chia fræ
2 matsk lífrænar kókosflögur
1 matsk valhnetur
1 matsk graskersfræ
½ tesk kanill
1 bolli heitt vatn
smá klípa salt eða smá klípa Stevia sætuefni eftir smekk

Láttu Chia fræin í bolla sem er fylltur af 2/3 af sjóðandi vatni með klípu af salti eða sætuefni. Mátt sleppa Stevia
ef þú vilt hann ekki sætan. Settu valhneturnar og graskersfræin í annan bolla og settu vatn rétt yfir. Settu filmu eða eitthvað
annað til að loka fyrir báða bollana og látið bíða yfir nótt. Morgunverðurinn: Láttu vatnið renna af hnetunum og fræjunum
og settu í blandara ásamt chia gelinu (breytist í gelkennt efni) kanilnum og kókosflögunum. Maukaðu þetta nokkuð vel saman í
nokkrar sekúndur. Bættu við smá vatni ¾ bolla eða svo og maukaðu smá meira. Tilbúinn.

Bláberjasósan er hrikalega einföld
settu 2 matskeiðar bláber í blandarann og ½ tesk sætuefni og
þeyttu vel saman og settu svo út á grautinn. Auðvitað er hægt
að nota jarðaber eða hindber í stað bláberja.

Leave a Reply