Monthly Archives: May 2013

Gratineraður þorskur með blómkálsgrjónum

By | Gestablogg | No Comments
min_img_2310

Þessi fiskréttur er svo góður að við eiginlega áttum ekki til orð þegar hann var snæddur núna eitt kvöldið. Bæði ungir sem aldnir nutu hans í botn. Hann er stútfullur af grænmeti og fiski og sósan er hrikalega góð. Mér finnst allavega alveg magnað að horfa á son minn moka upp í sig fiski og grænmeti með sósu og smjatta í millitíðinni yfir því hversu góður maturinn sé. Hann er nefnilega ekki ennþá kominn á það stig að reyna að vera kurteis yfir matnum svo harðari gagnrýnanda er varla hægt að fá. Við foreldrarnir vorum reyndar alveg innilega sammála honum. Ég hef oft gert fiskrétti með hefðbundnum hrísgrjónum en ákvað að prófa að gera þennan núna með blómkáls”grjónum”. Ég held að það verði ekki aftur snúið. Okkur fannst miklu betra að hafa blómkálið heldur en venjulegu hrísgrjónin, bæði bragðið og áferðin var dásamlegt. Ég verð að mæla alveg innilega með því að þið prófið þennan rétt sem fyrst!

Gratineraður þorskur með blómkálsgrjónum (fyrir 3-4):

 

  • 1 lítið blómkálshöfuð, rifið niður á grófu rifjárni
  • 600 grömm þorskur (ég var með þorskhnakka)
  • 1 lítil dós Kotasæla
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 msk majones
  • 1 tsk karrý
  • 1 msk hunangsdijon sinnep (eða venjulegt dijon sinnep)
  • 1 rauð paprika, skorin smátt
  • 1/2 púrrulaukur, skorinn smátt
  • Ólífuolía, salt, nýmalaður pipar og Krydd lífsins (Frá Pottagöldrum eða annað gott krydd)
  • Rifinn góður ostur, ég notaði Óðals ost

Aðferð: Byrjið á að hita ofninn í 180 gráður með blæstri. Rífið blómkálið á rifjárni og dreifið því jafn í botninn á eldföstu móti. Kryddið með salt og pipar og dreypið yfir smá ólífuolíu og um 1 msk af vatni. Bakið í ofni í ca. 10 mínútur – eða á meðan þið útbúið restina af réttinum

page_11

Skerið þorskinn í hæfilega bita, kryddið með salti, pipar og Kryddi lífsins.

min_img_2293

Saxið blaðlaukinn og paprikuna smátt.

min_img_2287

Hrærið saman innihaldið í sósuna (kotasæluna, sýrða rjómann, majones, karrý, sinnep) og smakkið hana til með kryddinu, salti og pipar.

min_img_2289

Takið blómkálið útúr ofninum og lækkið hitann á ofninum í ca.160 gráður. Leggið fiskstykkin ofan á. Dreifið sósunni þá yfir fiskinn og þar ofan á paprikunni og púrrulauknum.

min_img_2297min_img_2300

Dreifið að lokum rifnum ostinum yfir og bakið í um það bil 20-25 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.

min_img_2308

Berið fram t.d með léttu salati eða spírum. Ég mæli sérstaklega með blaðlauksspírum frá Ecospira, það er milt og gott laukbragð af þeim og þær pössuðu mjög vel með réttinum.

min_img_2320min_img_2314

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Helenu Gunnarsdóttur – www.eldhusperlur.com – smelltu hér


Fylltur kjúklingur með Brie osti

By | Uppskriftir | No Comments

Fylltur kjúklingur með Brie osti
(fyrir 1)
50 gr brie
1 msk pestó
1 msk olía
1 kjúklingabringa
4 sn parmaskinka

Skerið bringuna í miðju, breiðið úr skinkunni og leggið bringuna ofan á. Smyrjið með pestói og síðan Brie osti.
Vefjið skinkunni utan um bringuna og festið með tannstönglum. Steikjið á pönnu ca. 5-7 mín á hvorri hlið
Gott að hafa salat sem meðlæti

Bacon Wrapped Jalapeno Popper Stuffed Chicken 500 5909

iCoco – sykurinnihald

By | Innihald Matvæla | No Comments

Kókosvatn frá icoco – innihald
Fernan inniheldur 250 ml en innihaldið er gefið upp í 100 ml svo ég set þetta í tvo dálka.
Orkan er fyrst og fremst að koma frá sykri. Næstum engin prótein né fita í þessum drykk.
Til að átta sig á þessu er deild í heildarsykurmagn með 2 og þá færðu út tæplega 11 sykurmola
í 250 ml (1 ferna) af þessum drykk

100 ml                                      250 ml
Prótein – 0,2 gr                     Prótein – 0,5 gr
Kolvetni – 8,7 gr                   Kolvetni – 21,7 gr
Þar af sykur – 8,7 gr            Þar af sykur – 21,7 gr (11 sykurmolar)
Fita – snefill                            Fita – snefil

picstitch (4)

Þynnkuborgarinn + eftirréttur

By | Gestablogg | No Comments

Já það kemur fyrir að dagarnir byrja þunnir eftir skemmtileg kvöld og þá kallar mallinn minn á eitthvað sveitt og gott. Þessi hamborgari kom því sterkur inn og ég reif mig upp í morgunsárið til að baka eftir uppskrift frá henni Lilju sem er orðin ansi sleip í hamborgarabrauðuppskriftum

borgari borgari3 borgari 2
Borgarinn ( keyptur í Víði ) ofsalega góður og án aukaefna. Hvítlaukssteiktir sveppir, beikon extra þykkt, BBQ sósa sem notuð var á Klístruðu kjötbollurnar hér á undan, mæjónes, ruccola, hamburge dill chips, kokteiltómatar,ostur og piprað avocado. Bjargaði alveg heilsunni minni. Auðvitað setjið þið á ykkar borgara það sem er uppáhalds en þessi var eðal.

borgari

Hamborgarabrauð, gerir 5 brauð
2 egg
3 dl möndlumjöl
5 msk husk trefjar
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2,5 dl soðið vatn
sesamfræ (valfrjálst)

Aðferð:
1.  Þurrefnunum er blandað saman í skál
2.  Egg sett útí og hrært saman
3.  Soðið vatn hrært saman við.
4.  Búið til bollur, deigið er mjög blautt samt svo það er nóg að setja góða slettu á
smjörpappírsklædda plötuna og dreifa aðeins úr því. Hér dreifði ég smá sesamfræi á hverja bollu.
5.  Bakið við 180 gráður í 35 mín.

borgari3

Eftirréttur:

Kókosrjómi með piparmyntusúkkulaði og kókos.
Þetta er eins einfalt og nafnið ber með sér.

Þeyttur rjómi, má setja smá vanilluduft í hann.
Kókosflögur frá Himneskri hollustu
2-3 molar rifið piparmyntusúkkulaði frá Valor
Allt sett í skál og annaðhvort kælt í smá tíma eða bara neytt strax.

kokosrjomi

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Ofnbakaður lax með skagenhræru og ferskum aspas

By | Gestablogg | No Comments

Þessi réttur er rosalega fljótlegur og rosalega góður, mjög gott kombó fyrir þann sem er þreyttur eftir alltof langa inkaupaferð og orðin mjög svangur. Skagenhræra er íslenska orðið mitt yfir Skagenröra á sænsku og í henni er innihaldið yfirleitt rækjur, dill og majones/sýrður rjómi ásamt einhverju öðru sem manni dettur í hug. Svíarnir eru mjög hrifnir af rækjum og á sumum veitingastöðum er hægt að finna rétt sem er bara bökuð kartafla með skagenhræru. Ég vil hins vegar hafa eitthvað meira á mínum disk en bara kartöflu og skagenhræru, þess vegna finnst mér hún henta afar vel með lax og einhverju smjörsteiktu grænmeti eins og t.d. ferskum aspas.

20130513-202434

Skagenhræra
300 gr rækjur
ca 1 dl majones
ca 1 dl sýrður rjómi (ég nota 34%, en það er víst ekki til nema 18% á íslandi)
1 fínhakkaður rauðlaukur
2-3 msk tång caviar (svartur gervi kavíar) má sleppa
Heil lúka af fersku dilli eða eftir smekk
Salt og pipar

Öllu hrært saman í skál og smakkað til með salti og pipar
Ég ofnbakaði fiskinn í nóg af smjöri og steikti aspasin á pönnu líka í nóg af smjöri. Passar að setja inn fiskinn um leið og maður steikir aspasinn.

Uppskriftina er að finna á blogginu þeirra Kristínar og Guðríðar – www.tviburagourmet.wordpress.com – smelltu hér

Næringarríka kjúklingasalatið

By | Gestablogg | No Comments

Vinkona mín minntist á það við mig um daginn hvað það væri skrítið að ég hafi ekki enn ekki komið með eina einustu uppskrift að kjúklingasalati. Allir sem þekkja mig vita að ég er sjúk í kjúklingasalöt og allan þann fjölbreytileika sem þau hafa upp á að bjóða og ef ég get pantað mér kjúklingasalat á veitingastað geri ég það óhikað. En það er semsagt algjörlega orðið tímabært á eitt gúrmei, hollt og dásamlegt kjúklingasalat

Þetta avacado kjúklingasalat er stútfullt af vítamínum, próteinum, hollri fitu og trefjum og er frábær sem næringarríkur hádegis- eða kvöldmatur.
Ég gerði gott um betur og bar það fram með sætum kartöflum. Algjört ljúfmeti.

2013-03-03-13-31-56

Næringarríka kjúklingasalatið
1 kjúklingabringa, skorin í bita
2 msk krydd maracco frá Nomu eða arabískt kjúklingakrydd Pottagaldrar eða gerið sjálf (cumin, paprika, turmeric, cayenne pipar, hvítlauksduft, oregano)
1 tsk sjávarsalt
2 msk kókosolía
2 avacado
1 box cherry tómatar, skornir í tvennt
1 paprika, skorin í tengina
1/2 rauðlaukur, skorinn í teninga eða sneiðar
spínat eða annað kál
kasjúhnetur
steinselja
svartur pipar

Dressing
8 msk ólífuolía
2 tsk dijon sinnep
8 msk sítrónusafi
2 tsk sjávarsalt

Aðferð
Hitið kókosolíu á pönnu, bætið kjúklingnum á pönnuna og steikið við meðalhita. Bætið helmingnum af kryddinu saman við og saltið örlítið. Steikið í 2-3 mínútur eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur. Snúið honum þá við og steikið á hinni hliðinni og stráið afganginum af kryddinu yfir kjúklinginn. Eldið í 2-3 mínútur í viðbót. Takið til hliðar.
Gerið salatdressinguna með því að hræra vel saman með gaffli ólífuolíu, sítrónusafa, sinnepi, salti og pipar.
Látið smá salat í botninn og síðan tómata, avacado og papriku yfir það. Látið því næst kjúklinginn og kasjúhnetur og klippið steinselju yfir salatið.
Berið fram með dressingunni.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

Kjúklingur með ólífum

By | Uppskriftir | No Comments

Þessi frábæra samsetning er mjög einföld og alltaf hægt að henda saman þegar kjöt eða fiskur er afgangs frá deginum áður.
Í þessari samsetningu er:
Kjúklingur
Grænar ólífur
Gúrka
Egg
Majónes
Rauðlaukur
Fetaostur

Það er hægt að raða saman hverju sem er og auka salatið jafnvel en þetta þarf ekki að vera flókið
og ef þú hefur ekki prófað “dry” majónes skaltu prófa það með þessari samsetningu. Annar möguleiki
er líka að brytja 2 harðsoðin egg niður með hníf og bæta majónesinu við það og gera þannig
eggjasalat sem er mjög gott með kjúklingnum

hádegisv

Frönsk súkkulaðikaka

By | Gestablogg | No Comments

kaka

Ég rakst á þetta dásamlega  Amadei 75% súkkulaði í Frú Laugu og stóðst ekki mátið. Svo var ég eitthvað að spara þetta og tímdi ekki að nota í hvað sem er, þannig að ég bara hætti að pæla í því og gerði svona franska súkkulaðiköku. Uppskriftina fékk ég úr þessari bók Eva vinkona gaf mér í jólagjöf – takk Eva

Þessa uppskrift setti ég í 24 cm silicon og passaði það ágætlega, þar sem hún er ansi öflug og ágætt að fá bara þunna sneið. Dásamleg með rjómaslettu og jafnvel jarðarberjum á góðum degi. Ofan á er Sukrin melis í skraut.

  • 100g smjör
  • 100g dökkt súkkulaði
  • 2 egg
  • 1 dl Sukrin melis (eða annað sætuefni)
  • 1 msk kakó
  • 1/2 tsk vanilluduft
  • 125 g mascarpone ostur (ég blandaði þetta 50/50 við rjómaost)
  1. Hitið ofninn í 175°C
  2. Bræðið saman smjör og súkkulaði
  3. Þeytið eggjarauður og sukrin vel saman þangað til létt og loftkennt
  4. Bætið mascarpone ostinum útí súkkulaðiblönduna
  5. Blandið þessum tveimur blöndum saman
  6. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við í lokin.
  7. Hellið í form og bakið í 15-20 mín
    Uppskriftina er að finna á blogginu þeirra Kristínar og Guðríðar – www.tviburagourmet.wordpress.com – smelltu hér

Dukkah lax

By | Gestablogg | No Comments

Þegar kemur að því að elda á virkum dögum eru það nokkur atriði sem ég legg mesta áherslu á. Það er að maturinn sér fljótlegur, hollur, bragðgóður og innihaldi fá hráefni. Þessi frábæri lax með dukkah smellpassar í þann flokk en hann tekur ótrúlega stuttan tíma að útbúa. Ég birti nýlega uppskrift að frábæru dukkah sem þið getið útbúið sjálf, en ef þið leggið ekki í það að þá er hægt að kaupa það tilbúið.

2013-04-19-19-35-30

Dukkah lax
7-800 g lax, beinhreinsaður og flakaður
olía
dukkah
sjávarsalt
pipar

Aðferð
Hitið ofninn á 220°c.
Þerrið laxinn og setjið á smjörpappír.
Penslið með olíu, dreyfið því næst dukkah yfir fiskinn.
Saltið og piprið og látið inn í ofn í um 10-12 mínútur.
Varist að ofelda hann

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

Helgarpönnukökur

By | Uppskriftir | No Comments

LKL pönnsur fyrir helgina?  Ekki spurning. Hérna er uppskrift af þeim.
Það er líka hægt að nota þær í margt annað en eftirrétti. Hvað segirðu um að
nota þær sem forrétt eða hafa þær aðeins matarmeiri já eða hafa það bara tvöfalt
og þá sem aðalrétt því allir elska jú pönnsur, það er bara þannig.

Crepes fyllingar:
Kjúklingur, salat, avókadó og köld sósa að eigin vali
Reyktur lax með rjómaosti, 7 mínútna eggjum, salati og sinnepssósu
Lambakjöt, fetaostur, salat og smátt skorinn rauðlaukur + sósa að eigin vali

181060_552081068146782_1904544553_n

Uppskrift:
2 egg
2 dl rjómi
1 msk vanilluprótein (án kolv)
1 msk möndlumjöl
1 msk husk

Hrærðu eggin og rjómann saman og
bættu síðan þurrefnunum saman við
Leyfðu að hjaðna um stund og þykkna
Ef deigið verður of þykkt skaltu þynna
með vatni. Steiktu á pönnukökupönnu
í smjöri eða kókosolíu á meðalhita