Helgarpönnukökur

LKL pönnsur fyrir helgina?  Ekki spurning. Hérna er uppskrift af þeim.
Það er líka hægt að nota þær í margt annað en eftirrétti. Hvað segirðu um að
nota þær sem forrétt eða hafa þær aðeins matarmeiri já eða hafa það bara tvöfalt
og þá sem aðalrétt því allir elska jú pönnsur, það er bara þannig.

Crepes fyllingar:
Kjúklingur, salat, avókadó og köld sósa að eigin vali
Reyktur lax með rjómaosti, 7 mínútna eggjum, salati og sinnepssósu
Lambakjöt, fetaostur, salat og smátt skorinn rauðlaukur + sósa að eigin vali

181060_552081068146782_1904544553_n

Uppskrift:
2 egg
2 dl rjómi
1 msk vanilluprótein (án kolv)
1 msk möndlumjöl
1 msk husk

Hrærðu eggin og rjómann saman og
bættu síðan þurrefnunum saman við
Leyfðu að hjaðna um stund og þykkna
Ef deigið verður of þykkt skaltu þynna
með vatni. Steiktu á pönnukökupönnu
í smjöri eða kókosolíu á meðalhita

Leave a Reply