Category Archives: Uppskriftir

Japanskur lax með wasabi-aioli

By | Uppskriftir | No Comments

Þessi bragðgóða asísk innblásna uppskrift er held ég bara með þeim betri sem ég hef gert með laxi. Brögðin eru asísk og einstaklega góð og með þessum rétti væri tilvalið að hafa brakandi ferskt salat með góðum fitugjöfum.

800 g ferskur lax
1 msk wasabi (fæst í túbu í stórmörkuðum)
1 msk sojasósa
1 msk sesamfræ
2 msk ferskt engifer (fæst á sushi stöðum)

Wasabi-aioli
1 egg
2 dl græn ólífuolía
3 tsk wasabi
1 hvítlauksrif, pressað
klípa salt

Laxinn
Stilltu ofninn í 180°
Skerðu laxinn í 4 jafna bita
Blandaðu öllum hráefnunum saman og smyrðu hvert stykki vel, notaðu ríflega
Bakaðu í ofni í 20 mínútur

Wasabi-aioli
Brjóttu eggin í frekar djúpa skál og helltu olíunni með
Notaðu töfrasprota og byrjaðu á botninum í skálinni og færðu hann rólega upp og niður svo efsta lagið af olíunni blandast síðast.
Þetta aiolið hefur fengið gulan lit bætirðu hvítlauknum við og wasabi og smakkar til með saltinu.

jillsmat_japanlax_med_wasabiaioli

Jarðaberjasmjör með????

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Já…einmitt þegar ég las þessa uppskrift af jarðaberjasmjöri frá henni Dísu hugsaði ég hvað væri nú hægt að nota þetta í? Svo datt það í hausinn á mér….VÖFFLUR, auðvitað. Skellti í uppskrift og smurði þessari dásemd ofan á og “dass” af rjóma og viti menn ég var komin til himna. Algert æði og bætir hressilega í fituskammt dagsins og svo auðvitað algerlega ný leið  til að nota hið dásamlega alíslenska smjör. Endilega að skrifa í comment ef þú prófar þetta með öðrum mat, láta vita hvernig það smakkast!

Screen Shot 2014-08-18 at 2.24.59 PM

Jarðarberjasmjör
Aðferð 1

110g mjúkt smjör
5-6 fersk jarðarber
1/2 tsk sítrónu safi
1 tsk sukrin melis

Skolið jarðarberin og maukið með töfrasprota. Sigtið maukið og setjið í pott. Látið hitna á miðlungshita og bætið við sítrónu safa og sukrin melis. Hrærið í pottinum í 2 mínútur og takið af hellunni. Þegar maukið hefur kólnað setjið þá í skál ásamt smjörinu og þeytið saman. Færið yfir í krukku eða skál.

Jarðaberjasmjör
Aðferð 2

110g mjúkt smjör
5-6 jarðarber
2-5 dropar jarðarberja stevía

Skolið jarðarberin og saxið smátt. Setjið þau í skál ásamt smjörinu og stevíu og þeytið þar til vel blandað.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Dísukökur hér

Himneskt bökuð grænkálsbaka

By | Uppskriftir | No Comments

Nú er grænkálstíð og því ekki seinna vænna að skella í svo sem eina grænkálsböku sem er stútfull af próteinum og fitu, alveg eins og við viljum hafa það. Góð daginn eftir og himnesk með brakandi fersku salati.

150-200 gr ferskt grænkál
2 msk olía
1 poki rifinn mozzarella ostur (í grænu pokunum)
1 miðlungsstór laukur, smátt saxaður
8 egg
krydd að eigin vali (ég nota fullt af Garlic pepper frá Santa María, alger snilld)
salt

enhanced-buzz-26044-1387816309-23

Byrjaðu á að hita ofninn í 180° og smyrð eldfast mót með olíu eða mjúku smjöri. Hitaðu stóra steikarpönnu og léttskteiktu laukinn fyrst og bættu síðan við öllu grænkálinu, einnig hægt að gera í stórum potti en þú átt ekki nógu stóra pönnu. Kryddaðu kálið aðeins með salti og kryddi að eigin vali. Kálið er fljótt að minnka og taktu það af pönnunni þegar það er farið að minnka í ummáli án þess að vera klesst. Settu kálið í eldfasta mótið og dreifðu rifna ostinum jafnt yfir.  Hrærðu eggin vel saman og kryddaðu með smá salti og kryddi að eigin vali. Helltu eggjablöndunni yfir eldfasta mótið og „hrærðu“ varlega í með gaffli rétt til að eggin nái að fara um allt. Ekki mauka. Settu mótið inn í ofn og bakaðu í 30-35 mínútur og leyfðu henni síðan að jafna sig í 10 mínútur þegar hún er komin út. Frábær með fersku salati og góðri kaldri sósu.

Karrýbakaðar gulrótarflögur og spínatflögur

By | Uppskriftir | No Comments

Nýjasta æðið er að baka grænmetið og búa til svona „kartöfluflögu“ tilfinningu þegar þú borðar það. Það er líka svo gott að fá eitthvað stökkt og pínu salt með góðum mat og þá koma þessar gulrótar og spínatflögur sterkar inn.

Ofnbakaðar karrý gulrótarflögur

2-3 stórar gulrætur
2 msk ólífuolía
1 tsk karrýkrydd (helst milt)
salt og pipar

curried_baked_carrot_chips_feature

Hitaðu ofninn í 180° og breiddu út smjörpappír á ofnplötu. Taktu ysta lagið af gulrótunum með ostaskera og skerðu endana af. Notaðu síðan ostaskerann til að gera langar sneiðar. Það er ekki hægt að klára gulrótina svona nema þú eigir mandólin svo þú átt nokkra gulrótarenda næst þegar þú gerir súpu. Blandaðu olíunni og kryddunum í skál og settu gulrótarsneiðarnar ofan í blönduna og blandaðu vel saman. Raðaðu flögunum þétt á pappírinn því þær dragast saman og bakaðu þær í 10-12 mínútur eða þar til þær eru fallega brúnaðar. Leyfðu þeim að þorna og kólna á bréfþurrku. Góðar með öllum mat og frábærar á salöt.

curried_baked_carrot_chips_recipe

Ofnbakaðar spínatflögur

3 msk ólífuolía
stór poki ferskt spínat
1 tsk chiliflögur (má sleppa ef þú vilt mildari útgáfu en gefur svakalega gott bragð)
salt og pipar

IMG_2839f

IMG_2874f

Hitaðu ofninn í 180°. Blandaðu öllum innihaldsefnunum í skál og hrærðu vel saman með höndunum.  Dreifðu vel úr þeim á plötu með smjörpappír og passaðu að hafa þær ekki ofan á hvorri annarri. Bakaðu í 10-12 mínútur eða þar til þær eru stökkar. Berðu þær strax fram.

baked-spinach-chips

IMG_2880fc

Heilbakað bragðmikið blómkál

By | Uppskriftir | No Comments

Þennan einfalda rétt er hægt að nota sem meðlæti með fisk eða kjöti. Skemmtilega öðruvísi og bragðmikill réttur.

1 msk ólifuolía
1 stórt blómkálshöfuð
1 dós grískt jógúrt
1 msk chiliduft
½ msk cumin
1 msk hvítlauksduft
½ msk karrýduft
½ msk salt

Byrjaðu á að hita ofinn í 180° Snyrtu blómkálið og skeru allt grænt í burtu. Blandaðu síðan saman öllum innihaldsefnunum í skál og vispaðu vel saman. Dýrfðu síðan blómkálinu ofan í of settu á bökunarpappír. Bættu legi á hliðarnar á blómkálinu svo það sé allt smurt. Notaðu aukalöginn sem situr eftir til að bera fram með því. Bakaðu blómkálið sína í 30-40 mín eða þar til marineringin er orðin eins konar skorpa og farin að taka fallegan lit. Leyfðu kálinu að standa í 10 mínútur áður en það er borið fram.

Cauliflower549x305

Lauksúpa með heimalögðuðum kjötbollum….sæll ettu!!

By | Uppskriftir | No Comments

Það er svona um það bil tvisvar á ári sem ég dett um uppskrift sem ég missi nánast andann við að lesa og sjá mynd af réttinum. Þessi uppskrift af kjötbollum bornum fram í hefðbundinni lauksúpu með kóríander og parmesan osti er svo sannarlega ein af þeim. Lauksúpan er ein af mínum uppáhaldssúpum og er svo sannarlega lágkolvetna kostur en það vantar fituna og þá koma sko kjötbollurnar og osturinn sterkur inn. Þetta ætti að vera fyrsti rétturinn sem þú eldar þegar byrjar að rigna aftur á okkur svona til að halda gleðinni. Hvaða kjötbollu uppskrift sem er LKL væn hentar með súpunni. Ég er með uppskriftir í báðum bókunum mínum og það eru líka frábærar fetaostabollur hérna inni á þessari síðu. Bon appetit

Súpan:

700 g laukur, skorinn smátt, má setja í matvinnsluvél
50 g smjör
3 msk ólívuolía
1 lítri nautasoð (nota lífræna teninga
½ bolli hvítvín (hægt að kaupa miniature í Vínbúðinni sem hentar vel í þetta)
1 tsk salt
smá pipar

French-Onion-Soup-au-Gratin-Stuffed-Meatballs-4-title

Notaðu stóran pott og settu smjörið og olíuna út í og allan laukinn. Hrærðu í pottinum svo laukurinn verði allur í smjöri. Hafðu meðal háan hita, láttu lokið á og leyfðu þessu að malla í 15 mínútur. Hækkaðu hitann aðeins og leyfðu að malla í 30-40 mínútur í viðbót, hrærðu reglulega í lauknum. Hann á að vera orðinn gullinbrúnn eftir þennan tíma. Á meðan þetta er að gerast skaltu setja nautakraftinn og 1 l vatn í annan minni pott og láta hann ná upp suðu. Bættu þá Nautasoðinu saman við ásamt hvítvíninu og smakkaðu þig til með salti og pipar. Lækkaðu hitann og leyfðu súpunni að malla við vægan hita í 30 mínútur í viðbót með lokið yfir.

Það er sniðugt að klára bollurnar meðan þú gerir súpuna því það tekur góðan tíma að gera hana. Þegar súpan er klár skaltu setja bollurnar út í pottinn eða á stóra pönnu (sem hægt er að bera þetta fram í) ásamt fullt af fersku, söxuðu kóríander og 150 gr af rifnum parmesan osti. Settu pottinn eða pönnuna í 10-15 mínútur í 200° heitan ofn til að bræða ostinn – Allt klárt og verði þér að góðu.

Ofurfæðan grænkál

By | Uppskriftir | No Comments

Grænkálið er eitt næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst og inniheldur fullt af vítamínum og steinefnum eins og  A, C, og E vítamín, járn, kalk, magnesíum og fólínsýru. Grænkálið hefur góð áhrif á ristil, þarma og lifrina og er hrikalega einfalt að matreiða. Fylgdu bara leiðbeiningunum á myndinni og notaðu flögurnar sem meðlæti með mat eða jafnvel sem snakk eitt og sér.

1672456-slide-cook-kale

Fiskur með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Bragðmikill fiskréttur frá Eldhúsperlunni Helenu sem er hentar frábærlega á Lágkolvetna mataræði. Ólífurnar eru frábærar með fullt af góðri fitu og og svo eru það ostarnir og olíur í pestóinu. Fitan í aðalhlutverki alveg eins og það á að vera og ég mæli með fersku salati með þessum rétti og jafnvel smjörsteiktu blómkálsgrjónum…

600 grömm nýr fiskur, ég notaði ýsu

Sólþurrkað tómatamauk, líka hægt að nota rautt pestó

1 lítil krukka svartar ólífur

1 kúla ferskur mozarella ostur

1 askja kirsuberjatómatar

1 dl rifinn parmesan ostur

Ólífuolía og gott krydd t.d Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum

min_img_4843

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður og smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Skerið fiskinn í passlega bita, kryddið og leggið í mótið.

min_img_4835

Smyrjið um það bil einni teskeið af sólþurrkaða tómatmaukinu ofan á hvern fiskbita

min_img_4837

Skerið tómata og ólífur í tvennt og dreifið yfir. Leggið sneið af mozarella ofan á hvern fiskbita.

min_img_4839

Dreifið parmesan osti yfir allt saman og kryddið yfir með heitu pizzakryddi.

min_img_4841

Bakið í 20 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn og osturinn bakaður.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Eldhúsperlur hér

Karamelluseruð blómkálsgrjón með sesamolíu og kóríander

By | Uppskriftir | No Comments

Uppáhaldsmeðlætið mitt með steikinni, fiskinum eða næstum hverju sem er eru karamelluseruð blómkálsgrjón með kóríander. Smjörsteikt dásemd sem henta með flestum mat og ferskt salat á kantinum, getur ekki klikkað.

1 blómkálshöfuð
1 búnt kóríander, saxað smátt (ok þetta er svolítið mikið en það er bara svoooo gott að hafa mikið:)
limesafi
1 msk sesamolía
3-4 msk smjör
salt til að smakka

Skerðu blómkálið í nokkra bita og settu í matvinnsluvél. Tekur aðeins nokkrar sekúndur að gera að grjónum og passaðu að þau verði ekki að mauki. Settu smjörið á pönnu og hitaðu það að suðu. Eftir smá stund byrjar það að brúnast. Mikilvægt að fylgjast vel með því, hræra reglulega í því helst með vispara og taka það af hitanum þegar það er komin karamellulykt af því og það er ljósbrúnt. Bættu þá blómkálinu, kóríander, olíunni og limesafanum við og smakkaðu til með salti. Láttu allt hitna á vægum hita í 10-15 mínútur.

IMG_2040_zpsc2d6b391

Skærgrænn lágkolvetna grænn próteinsmoothie

By | Uppskriftir | No Comments

Bragðgóð, næringarrík, próteinrík  og trefjarík blanda á ferðinni hérna, frábær leið til að byrja daginn. Það þarf engin sætuefni þar sem Nectar próteinið er sætt á bragðið. Innan við 4 gr kolvetni í drykknum, alger snilld.

150 ml kókosmjólk (veldu með lægsta kolvetnainnihaldið)
1 msk chiafræ
1 góð lúka ferskt spínat
1 scoop Nectar vanilluprótein
klaki

Settu allt í blandarann á hæsta styrk þar til blandan er orðin silkimjúk.

IMGblog_4235