Jarðaberjasmjör með????

Já…einmitt þegar ég las þessa uppskrift af jarðaberjasmjöri frá henni Dísu hugsaði ég hvað væri nú hægt að nota þetta í? Svo datt það í hausinn á mér….VÖFFLUR, auðvitað. Skellti í uppskrift og smurði þessari dásemd ofan á og “dass” af rjóma og viti menn ég var komin til himna. Algert æði og bætir hressilega í fituskammt dagsins og svo auðvitað algerlega ný leið  til að nota hið dásamlega alíslenska smjör. Endilega að skrifa í comment ef þú prófar þetta með öðrum mat, láta vita hvernig það smakkast!

Screen Shot 2014-08-18 at 2.24.59 PM

Jarðarberjasmjör
Aðferð 1

110g mjúkt smjör
5-6 fersk jarðarber
1/2 tsk sítrónu safi
1 tsk sukrin melis

Skolið jarðarberin og maukið með töfrasprota. Sigtið maukið og setjið í pott. Látið hitna á miðlungshita og bætið við sítrónu safa og sukrin melis. Hrærið í pottinum í 2 mínútur og takið af hellunni. Þegar maukið hefur kólnað setjið þá í skál ásamt smjörinu og þeytið saman. Færið yfir í krukku eða skál.

Jarðaberjasmjör
Aðferð 2

110g mjúkt smjör
5-6 jarðarber
2-5 dropar jarðarberja stevía

Skolið jarðarberin og saxið smátt. Setjið þau í skál ásamt smjörinu og stevíu og þeytið þar til vel blandað.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Dísukökur hér

Leave a Reply