Karrýbakaðar gulrótarflögur og spínatflögur

Nýjasta æðið er að baka grænmetið og búa til svona „kartöfluflögu“ tilfinningu þegar þú borðar það. Það er líka svo gott að fá eitthvað stökkt og pínu salt með góðum mat og þá koma þessar gulrótar og spínatflögur sterkar inn.

Ofnbakaðar karrý gulrótarflögur

2-3 stórar gulrætur
2 msk ólífuolía
1 tsk karrýkrydd (helst milt)
salt og pipar

curried_baked_carrot_chips_feature

Hitaðu ofninn í 180° og breiddu út smjörpappír á ofnplötu. Taktu ysta lagið af gulrótunum með ostaskera og skerðu endana af. Notaðu síðan ostaskerann til að gera langar sneiðar. Það er ekki hægt að klára gulrótina svona nema þú eigir mandólin svo þú átt nokkra gulrótarenda næst þegar þú gerir súpu. Blandaðu olíunni og kryddunum í skál og settu gulrótarsneiðarnar ofan í blönduna og blandaðu vel saman. Raðaðu flögunum þétt á pappírinn því þær dragast saman og bakaðu þær í 10-12 mínútur eða þar til þær eru fallega brúnaðar. Leyfðu þeim að þorna og kólna á bréfþurrku. Góðar með öllum mat og frábærar á salöt.

curried_baked_carrot_chips_recipe

Ofnbakaðar spínatflögur

3 msk ólífuolía
stór poki ferskt spínat
1 tsk chiliflögur (má sleppa ef þú vilt mildari útgáfu en gefur svakalega gott bragð)
salt og pipar

IMG_2839f

IMG_2874f

Hitaðu ofninn í 180°. Blandaðu öllum innihaldsefnunum í skál og hrærðu vel saman með höndunum.  Dreifðu vel úr þeim á plötu með smjörpappír og passaðu að hafa þær ekki ofan á hvorri annarri. Bakaðu í 10-12 mínútur eða þar til þær eru stökkar. Berðu þær strax fram.

baked-spinach-chips

IMG_2880fc

Leave a Reply