Heilbakað bragðmikið blómkál

Þennan einfalda rétt er hægt að nota sem meðlæti með fisk eða kjöti. Skemmtilega öðruvísi og bragðmikill réttur.

1 msk ólifuolía
1 stórt blómkálshöfuð
1 dós grískt jógúrt
1 msk chiliduft
½ msk cumin
1 msk hvítlauksduft
½ msk karrýduft
½ msk salt

Byrjaðu á að hita ofinn í 180° Snyrtu blómkálið og skeru allt grænt í burtu. Blandaðu síðan saman öllum innihaldsefnunum í skál og vispaðu vel saman. Dýrfðu síðan blómkálinu ofan í of settu á bökunarpappír. Bættu legi á hliðarnar á blómkálinu svo það sé allt smurt. Notaðu aukalöginn sem situr eftir til að bera fram með því. Bakaðu blómkálið sína í 30-40 mín eða þar til marineringin er orðin eins konar skorpa og farin að taka fallegan lit. Leyfðu kálinu að standa í 10 mínútur áður en það er borið fram.

Cauliflower549x305

Leave a Reply