All posts by Gunnar Már Kamban

LKL morgunverðargrautur…inn

By | Uppskriftir | No Comments

Fyrir ykkur sem saknið kornmetis eins og hafragrautsins þá er hérna komin lág kolvetna útgáfan af þeim góða graut.
Þessi útgáfa inniheldur hvorki mjólk né korn og er því án laktósa og glúteins. Hann er mjög trefjaríkur og er frábær
staðgengill hins hefðbundna bara án kolvetnanna

555127_548739615147594_2016374101_n

Þú þarft:
2 matsk chia fræ
2 matsk lífrænar kókosflögur
1 matsk valhnetur
1 matsk graskersfræ
½ tesk kanill
1 bolli heitt vatn
smá klípa salt eða smá klípa Stevia sætuefni eftir smekk

Láttu Chia fræin í bolla sem er fylltur af 2/3 af sjóðandi vatni með klípu af salti eða sætuefni. Mátt sleppa Stevia
ef þú vilt hann ekki sætan. Settu valhneturnar og graskersfræin í annan bolla og settu vatn rétt yfir. Settu filmu eða eitthvað
annað til að loka fyrir báða bollana og látið bíða yfir nótt. Morgunverðurinn: Láttu vatnið renna af hnetunum og fræjunum
og settu í blandara ásamt chia gelinu (breytist í gelkennt efni) kanilnum og kókosflögunum. Maukaðu þetta nokkuð vel saman í
nokkrar sekúndur. Bættu við smá vatni ¾ bolla eða svo og maukaðu smá meira. Tilbúinn.

Bláberjasósan er hrikalega einföld
settu 2 matskeiðar bláber í blandarann og ½ tesk sætuefni og
þeyttu vel saman og settu svo út á grautinn. Auðvitað er hægt
að nota jarðaber eða hindber í stað bláberja.

Æðislega möndlumjölspizza

By | Gestablogg | No Comments

Möndlumjölspizza:
2 bollar möndlumjöl

2 egg
1 msk sesamfræ
1/4 tsk matarsódi
3 msk olía
krydd eins og hvítlauks og ítalskt

Pizzan

mixa saman og þetta gerir 2 botna , skipti deiginu í tvennt og flet út á smurðan bökunarpappír (þar sem þetta er soldið klístrað notað ég annan smjörpappír smurðan oní meðan ég flet ut). Baka svo í ofni í um 20 mín og set þá pizzasósu og ferskan mozzarella og baka í um 15 mín. Svo bara skella klettasalati, parmaskinku, parmasean og pistasíukjörnum og góðri hvítlauksolíu og þá er þetta æææði en má að sjálfsögðu setja annað álegg þegar hún er sett í ofninn í annað sinn. Ein svona er of mikið fyrir mig en gott að eiga daginn eftir

Uppskriftina er að finna á FB síðunni hennar Sollu – Maturinn minn – smelltu hér

Mettuð fita, transfita og sykur

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Um áratuga skeið hafa læknar og aðrir sérfræðingar hvatt hjartasjúklinga og alla þá sem vilja draga úr hættunni á hjarta – og æðasjúkdómum til þess að minnka neyslu á mettaðri eða harðri fitu. Stærstur hluti þessarrar fitu kemur úr fituríkum mjólkurafurðum og kjöti. Þessar ráðleggingar hafa byggt á leiðbeinungum opinberra aðila sem hafa það hlutverk að sinna lýðheilsu. Í ráðleggingum Lýðheilsustöðvar sem nú heyrir undir Landlæknisembættið kemur fram að mikil hörð fita sé óæskileg fyrir heilsuna “þar sem hún hækkar LDL – kólesteról (vonda kólesterólið) og eykur þar með líkurnar á hjarta-og æðasjúkdómum”. Þetta er í fullu samræmi við það sem erlendar ráðgjafastofnanir hafa ráðlagt og kemur nokkuð skýrt fram í “Dietary Gueidlines for Americans 2010”. Hugsanlega hafa þessi einföldu ráð þó ekki borið tilhlýðilegan árangur þegar kemur að því að bæta heilsu Vesturlandabúa og margt bendir til að þau hafi leitt okkur inn á aðrar, síður æskilegri brautir þegar kemur að fæðuvali.

trans-fats transifta

Áður en lengra er haldið er mög mikilvægt að átta sig á því að gera þarf greinarmun á harðri fitu og hertri fitu (transfitu). Síðarnefnda fitan er í langflestum tilvikum framleiðsluvara sem verður til þegar mjúk fita eða olía er hert að hluta. Í ráðleggingum Lýðheilsustöðvar, sem gefnar voru út árið 2006, í annars ágætum bæklingi, segir orðrétt;  “með harðri fitu er átt við bæði mettaðar fitur og transfitusýrur”.  Að setja mettaðar fitur og transfitusýrur í sama flokk er afar villandi. Mettuð, eða hörð fita er yfirleitt af náttúrulegum toga og býsna algeng landbúnaðarafurð. Transfitu er hins vegar helst að finna í unnum matvörum eins og djúpsteiktum mat, sumu smjörlíki, kexi, kökum, snakki og sælgæti af ýmsu tagi, t.d. poppkorni og kartöfluflögum. Mjög margar rannsóknir benda til þess að transfitusýrur geti verið óheilsuamlegar. Í desmber 2010 voru settar hér á landi reglur um hámarksmagn transfitusýra sem leyfilegt er að hafa í matvælum sem seld eru hér á landi.

Fita í fæði Vesturlandabúa hefur farið minnkandi síðustu áratugi, m.a. hér á Íslandi. Þetta hefur af mörgum verið talið fagnaðarefni. Hins vegar þurfum við að velta fyrir okkur hvað hefur áunnist þegar kemur að heilsunni sjálfri. Vissulega hefur dánartíðni vegna hjarta-og æðasjúkdóma lækkað, en það á sér margþættar skýringar. Á sama tíma hefur neysla sykurs og unninna kolvetna af ýmsu tagi aukist umtalsvert og tíðni offitu og sykursýki á Vesturlöndum hefur vaxið hröðum skrefum. Ljóst er að eitthvað hefur farið úrskeiðis við að koma réttum skilboðum til matvælaframleiðenda og neytenda. Líklegt er að ofuráhersla á neyslu afurða með lágt fituinnihald hafi hvatt framleiðendur til að markaðssetja fitusnauð matvæli sem oft á tíðum innihalda önnur efni sem vafalítið eru ekki heilsusamlegri, svo sem ýmis óholl kolvetni, sykur og sætuefni.

Enn og aftur komum við að því að varasamt kann að vera að gefa út einhæfar ráðleggingar um mataræði sem gilda eiga fyrir alla einstaklinga. Þó bendir reyndar allt til þess að transfitur eigi ekki að vera á neinum borðum. Fyrir einstaklinga sem hafa það eina markmið að lækka LDL – kólesterólið bendir flest til að gagnlegt sé að draga úr neyslu á mettaðri fitu. Fyrir einstaklinga sem eru of þungir, með tilhneigingu til sykursýki, lágt HDL – kólesteról (góða kólesterólið) eða hátt magn þríglíseríða í blóði getur hins vegar verið gagnlegt að draga úr kolvetnaneyslu og auka fituneyslu.

Nágrannar okkar á Norðurlöndum, ekki síst Svíar, eru nú að upplifa talsverða hugarfarsbreytingu þegar kemur að rmataræði. Danir eru reyndar ekki í þessum hópi enda settu þeir nýverið svokallaðan fituskatt á matvæli. Þó er okkuð ljóst að fituneysla er ekki stærsta óvinurinn í mataræði okkar í dag. Þótt nokkrar rannsóknir bendi til þess að neysla fjöl-og einómmettaðra fitusýra sé hollari en neysla mettaðrar fitu, benti nýleg stór samantektarrannsókn til þess að neysla mettaðrar fitu yki ekki hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum. Hér á landi þarf að draga úr óhóflegri neyslu sykurs og unninna kolvetna, meðal barna, unglinga svo og fullorðinna. Eyða þarf þeim útbreidda misskilningi að fitur, sérstaklega mettaðar fitur, séu hættulegar.  Það verður ekki fyrr en þessi hugarfarsbreyting hefur orðið sem tíðni offitu og sykursýki mun byrja að lækka hér á landi.

Greina er að finna á síðu Axels F. Sigurðssonar hjartalæknis. –  www.mataraedi.is/– smelltu hér

Hugmynd að LKL morgunverði eða millimáli

By | Uppskriftir | No Comments

Það oft sem maður á mat frá kvöldinu áður og í þessu tilfelli er það kjúklingur og restin af salatinu.
Rosalega gott að setja þetta saman og ég notaði góða ólífuolíu og ferskt kóríander, algert æði

LKL millimál

Kjúklingur rifinn niður með skinninu líka – Upprúllaður mozzarella í parmaskinku 1-2 stk bitar
Brie, avókadó, ferskt salat og ólífuolía + kóríander yfir og bragðlaukarnir brosa allan hringinn

 

Gómsætur fiskur með möndlusmjöri

By | Uppskriftir | No Comments

Þessi réttur er svo ótrúlega einfaldur að það er eiginlega engin eldamennsla sem kemur við sögu. Ef þú ert þokkaleg/ur í að raða hlutum saman þá er þetta rétturinn fyrir þig. Ég notaði möndlusmjörið frá Monki og mæli með því, rosalega bragðgott.

möndluþorskur

Fiskur með möndlusmjöri
800 gr þorskur eða hvaða annar hvítur fiskur sem þú vilt
200 gr möndluflögur
3 dl möndlumjöl
100 gr smjör
sítrónu/limesafi
salt og pipar

Svona gerir þú:
Byrjaðu á að bræða smjörið í potti og hrærðu svo möndlumjölið rólega saman við svo verði þykk hræra. Settu helminginn af möndluflögunum, smá sítrónusafa, salt og pipar saman við, smakkaðu þig til. Settu síðan fiskinn í smurt eldfast mót og settu hræruna yfir og stráðu svo restinni af möndlunum efst. Bakaðu í ofni í 25 mín á °180
Berðu fram með fersku LKL salati að eigin vali

Trefjaríkar LKL morgunverðarbollur

By | Uppskriftir | No Comments

Þessar eru einstaklega einfaldar en mjög bragðgóðar. Henta einstaklega vel í morgunverðinn og þú ræður áleggsvalinu.

equine-chia-seeds-bulk-organic-whole-food-for-horses-ZOOM2

Þú þarft:
– 3 egg
– 1/2 dl kókoshveiti (3dl möndlumjöl)
– 2 dl rifin ostur
– 2 msk mæjones
– 2 msk husk
– 1 tsk vínsteynslyftiduft
– 1 dl blönduð fræ (notaðu m.a. chia)
– smá salt

Allt sett í skál og hrært saman, sett með matskeið á ofnplötu með bökunnarpappír á og bakað á 200° í 15 mín

Mokkabúðingur

By | Gestablogg | No Comments

Ef þið drekkið kaffi og elskið það jafn mikið og ég, þá eigið þið eftir að kunna að meta þennan eftirrétt. Hrikalega einfaldur og góður og hentar handa öllum, ja sem vilja kaffibragðið allavega. Haldið ykkur fast.

mokkabudingur

Mokkabúðingur
 360 ml rjómi
60 gr erythritol
3 tsk instant kaffi
3 stór egg
30 gr gott kakó
1 tsk vanilludropar

mokkabudingur1

Aðferð:
Hitið allt í potti nema kakóið, passið að láta ekki sjóða og hrærið stöðugt í blöndunni.
Þegar búðingurinn fer að þykkna aðeins, þá má sigta kakóinu í, hræra áfram vel og hella svo í litlar skálar eða bolla.
Mér fannst gott að skella honum í frystinn í sirka 2 tíma. Fullkomið með rjómaslettu.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

 

 

Möndlusmjörsbrauð

By | Gestablogg | No Comments

Það er svo gaman að geta gert einfaldar uppskriftir öðru hverju og ekki verra ef þær heppnast svona vel. Það þarf þó að leggja dálitla alúð í verkið og ekki flýta sér of mikið eða “henda” neinu saman. Held að það eigi vel við að ef þú matreiðir með dálítilli ást þá verður allt eitthvað svo goottt.
Hér er einfalt brauð sem inniheldur aðeins 4 hráefni. Sniðugt, bragðgott og ekki nema 10 g af carb í öllum hleifnum

Möndlusmjörsbrauð

Möndlusmjörsbrauð
45 gr af próteini,
4 stór egg
125 g möndlusmjör
2 tsk af vínsteinslyftiduft

Próteinið: Ég notaði bara vanilluprótein sem ég átti frá Nectar,
má nota annað, NOW t.d. eða annað bragðefni
Bananaprótein myndi t.d.eflaust virka sem bananabrauð 😉

Möndlusmjörið: Monki í Fræjinu í Fjarðarkaup. Fannst það kolvetnaminnst
Valfrjálst: 2 tsk Hörfræmjöl

smjorid

Aðferð:
Hitið ofn í 150 gráður
blandið próteini og lyftidufti í skál, þeytið svo í hrærivél möndlusmjörið
þar til það verður ljóst og fallegt, bætið svo við
eggjunum einu í einu og leyfið hrærivélinni að vinna dálítið, meiri þeytingur = léttara brauð
Þegar eggin eru komin í þá blandast þurrefnið við. Ég bætti við 2 tsk af hörfræmjöli en það þarf ekki.

Það mætti nota þessa uppskrift sem grunn af Bananabrauði, (nota þá bananaprótein ) eða sem grunn af kryddbrauði, bæta þá smá negul,kanill og engifer út í deigið.
Bakað í ofni í 35 mín á blæstri.
Fínt að setja í meðalstórt brauðform og ég setti nú smjörpappír undir.
Þetta var æði með smá kindakæfu 🙂 KEA

10 g netcarb í öllu brauðinu

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Lax í suðrænni sveiflu

By | Gestablogg | No Comments

IMG_0405

Ég elska fisk og þá sérstakleg lax, það er hægt að elda hann á svo marga vegu og hann er alltaf góður. Ég tíndi til það sem ég átti í ískápnum og úr varð lax í suðrænni sveiflu með léttri sósu. Ég borðaði yfir mig og gott betur en það en mér leið afskaplega vel eftir þessa máltíð, létt máltíð sem fangar augað og kitlar bragðlaukana. Mæli með fiskveislu  handa fjölskyldu og vinum um helgina.

IMG_0375

Lax í suðrænni sveiflu
500 g laxaflök
1 dl sojasósa
1 dl olía
2 cm engiferrót
1/2 chili, fræhreinsað
1 msk ferskur koríander, smátt saxaður
sesamfræ
salt og pipar, magn eftir smekk

IMG_0382

Aðferð:
Roð og beinhreinsið laxaflökin, skerið fiskinn niður í álíka stóra bita. Afhýðið engifer, fræhreinsið chili og saxið smátt. Setjið engifer, chili, kóríander, sojasósu, salt, pipar og olíu í matvinnsluvél og maukið. Leggið laxabitana í eldfast mót og setjið maukið á laxinn, leyfið þessu að standa í 30 mínútur í kæli. Snöggsteikið fiskinn á pönnu, í eina mínútu á hvorri hlið. Sáldrið sesam fræjum yfir fiskinn og setjið fiskinn inn í ofn við 180°C í 8 – 10 mínútur.

Litríkt og stórgott mangósalsa

Þetta mangósalsa hentar afskaplega vel með öllum fisk.  Mér finnst í raun óþarfi að vera með hrísgrjón eða kartöflur með þessum rétti. Þetta meðlæti eitt og sér er alveg nóg og er ótrúlega ferskt og gott. Ég mæli svo sannarlega með að þið prófið ykkur áfram með þessa uppskrift og bætið því sem að ykkur finnst gott í blönduna.

1 ferskt mangó í teningum
1 meðalstór finsaxaður rauðlaukur
1/2 agúrka, smátt skorin
10 kirsberjatómatar, smátt skornir
1 msk fínsaxaður kóríander
1 meðalstór lárpera
Safi og rifinn börkur af 1/2 lime (límónu)
1 tsk gróft salt (ég mæli með Saltverks salti)
Ferskmalaður svartur pipar, magn eftir smekk

Blandið öllu sem er í uppskriftinni vel saman og geymið í kæli í 30 mínútur.

IMG_0410

Létt sósa með kóríander

1 lítil dós sýrður rjómi (ég nota stundum létt AB mjólk)
safi og rifinn börkur af 1/2 lime (límónu)
1 msk smátt saxaður kóríander
2 pressuð hvítlauksrif
1 tsk hunang
salt og pipar, magn eftir smekk

Þessu öllu hrært vel saman, einfaldara verður það ekki.

IMG_0407

Þessi réttur er mjög einfaldur og mjög ljúffengur, ég á eftir að elda hann oft í sumar. Hlakka til að draga grillið fram og þá verður grillaður lax á boðstólnum. Ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þennan fiskrétt kæru vinir. Hann færir ykkur örlítið nær sumrinu, sem virðist ekki ætla að láta sjá sig strax.

xxx
Eva Laufey Kjaran

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur – www.evalaufeykjaran.com – smelltu hér