Súkkulaði og kókosmús

Það er komin helgi og þá fær maður sér eftirrétt. Það er bara þannig. Hérna er einstaklega girnileg uppskrift sem þarf reyndar aðeins að hafa fyrir en  er algerlega þess virði. Sönnunargagn nr.1 – sjá myndir 🙂 Uppskriftin er frá henni Hafdísi sem er með matarbloggið Dísukökur.

Súkkulaðimús

25 g sukrin
3 eggja rauðurfff
100 g 70% súkkulaði
200 ml rjómi
6-8 dropar Via-Health stevía original

Sykur og egg þeytt vel saman. Yfir heitu vatnsbaði er blandan hituð aðeins þar til hún fer að þykkjast. Súkkulaði brætt yfir heitu vatnsbaði. Rjómi þeyttur og eggjarauður og stevía blandað varlega við. Í lokin er brætt súkkulaði sett út í rjóman og blandað vel saman. Sett í form og inn í ísskáp eða frysti.

fff


Kókosmús

80 ml rjómi
20 g sukrin
15 ml  rjómi(fyrir gelatín)
1/2 gelatín blað
8 dropar Via-Health stevía kókosbragð
50 g hreint jógúrt

cds

Gelatín sett í vatnsbað og geymt í 5-10 mín. Þeyta rjóma, stevíu og sukrin saman. Gelatín er tekið úr vatni og kreist allan vökva úr og sett í pott ásamt 15 ml af rjóma. Hræra þar til uppleyst í rjómanum. Blanda við músina og í lokin er jógúrt bætt við.

Hægt að setja ofan á súkkulaðimúsina eða í sérskál og inn í frysti eða kæli.

Uppskriftina er að finna hér

Leave a Reply