Salsa kjúklingur með mexíkó osti

Frábær uppskrift sem auðvelt er að LKL væða. Nota aðeins rúmlega að smjörinu, feitari útgáfuna af rjómaosti og sleppa tortillu flögunum, ekki flókið. Hentar vel að hafa fersk salat með og blómkálsgrjón.

Uppskriftin er fyrir 6

6 kjúklingabringur
1-2 msk olía eða smjör
Krydd, t.d chilli explosion eða önnur góð kryddblanda
1 stór krukka (350 gr) salsa sósa
1 askja Philadelphia light rjómaostur
1 Mexíkó ostur, smátt skorinn
1/2 kjúklingateningur
Nokkrar tortillaflögur
1 dl rifinn ostur
Smátt saxað ferskt kóríander (má alveg sleppa)

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður og kveikið undir pönnu á meðal-háum hita. Skerið bringurnar í tvennt, kryddið og steikið upp úr smjöri eða olíu þar til bringurnar hafa brúnast. Leggið kjúklinginn í eldfast mót

min_img_4595

Hellið salsa sósunni á pönnuna ásamt smátt skornum Mexíkó ostinum og rjómaostinum og hálfum kjúklingateningi. Setjið 1 dl af vatni í salsakrukkuna, lokið á og hristið og hellið á pönnuna. Hitið sósuna þar til allt bráðnar en það er allt í lagi að hafa smá Mexíkó osta bita í henni, bara betra. Hellið yfir kjúklingabringurnar. Stráið yfir rifna ostinum og nokkrum lúkum af muldum tortillaflögum. Bakið í 20 mínutur.

min_img_4603

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Eldhúsperlur hér

Leave a Reply