Blómkáls skin(n)

Meðlæti er eitthvað sem ég er alltaf með augun opin fyrir því það eru alltaf þessir hefðbundnu próteingjafar sem maður sækir í , kjöt, fiskur og egg en MEÐLÆTIÐ er eitthvað sem gerir oft gæfumuninn og gerir matinn aftur spennandi ef maður er búinn að fá leið. Þessi blómkálsuppskrift frá Maríu Kristu er alger snilld og er líka búin til úr uppáhalds grænmetinu mínu þessa dagana…blómkáli (var áður brokkóli)

Alger snilldaruppskriftt og hentar með öllu kjöti eða fisk sem meðlæti, eða sem forréttur eða bara sem svona hálf….vegis “veggie” réttur þ.e. ef þú sleppir beikoninu, sem ég mæli alls ekki með að þú gerir 🙂

blomkalsskinn 1

Þú þarft:
200 gr maukað blómkál
1 egg
2 dl rifinn cheddar ostur + 2 msk til að toppa með
salt dash
pipar dash
1 tsk paprikukrydd ( nauðsynlegt ) sweet paprika frá Söstrene Gröne er mjög góð t.d.
1 msk Chia Seed meal eða möluð Chia fræ
30 gr sýrður rjómi (til að setja ofan á í lokin)
3 msk beikonkurl
graslaukur niðurklipptur

blomkalsskinn 2

Aðferð:

Gufusjóðið fyrst blómkálið ca 1 haus. Maukið allt saman nema sýrða rjómann, beikonið og graslaukinn og setjið í skeljamót og bakið 180 gráðum, þar til gyllt. Má líka sprauta aflöngum doppum á smjörpappír ef formið er ekki við hendina.

Takið úr mótinu, setjið í bökunarpappír og stráið beikonkurli yfir og dálitlu af rifnum cheddar. Hitið aftur í ofni þar til “bátarnir” hafa brúnast vel og svo berið þið þá fram með tsk af sýrðum rjóma og niðurskornum ferskum graslauk.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu hennar Maríu Kristu hér

Leave a Reply