Pistasíu pestó kjúklingur

IMG_3618

900 g úrbeinuð kjúklingalæri, ég notaði 1 poka af kjúklingalærum frá Rose Poultry
1 tsk salt
1 tsk pipar
ólífuolía

Pistasíu pestó

140 g pistasíuhnetur
1 lúka fersk basilíka
1 lúka steinselja
2 hvítlauksrif
50 g parmesanostur, rifinn
ca. 100 ml ólífuolía
sjávarsalt

IMG_3563

Gerið pistasíupestóið með því að láta pistasíuhnetur, basilíku, steinselju, hvítlauk og parmesanost í matvinnsluvél. Stillið á “pulse” þar til henturnar eru gróflega saxaðar og hellið þá olíunni rólega saman við (með matvinnsluvélina í gangi) og leyfið að blanda saman. Bætið við meiri olíu ef ykkur finnst þurfa. Bætið að lokum salti saman við.

IMG_3602

Kryddið kjúklingalærin með salti og pipar á báðum hliðum. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingalærin við háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.

Setjið kjúklingalærin í ofnfast mót og dreifið pistasíupestóinu yfir kjúklingalærin um 1 msk á hvert læri. Setjið í 170°c heitan ofn í ca. 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður

photo-25

Berið fram með salati og því sem eftir er af pistasíupestóinu.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulur, rauður grænn og salt hér

Leave a Reply