Lauksúpa með heimalögðuðum kjötbollum….sæll ettu!!

Það er svona um það bil tvisvar á ári sem ég dett um uppskrift sem ég missi nánast andann við að lesa og sjá mynd af réttinum. Þessi uppskrift af kjötbollum bornum fram í hefðbundinni lauksúpu með kóríander og parmesan osti er svo sannarlega ein af þeim. Lauksúpan er ein af mínum uppáhaldssúpum og er svo sannarlega lágkolvetna kostur en það vantar fituna og þá koma sko kjötbollurnar og osturinn sterkur inn. Þetta ætti að vera fyrsti rétturinn sem þú eldar þegar byrjar að rigna aftur á okkur svona til að halda gleðinni. Hvaða kjötbollu uppskrift sem er LKL væn hentar með súpunni. Ég er með uppskriftir í báðum bókunum mínum og það eru líka frábærar fetaostabollur hérna inni á þessari síðu. Bon appetit

Súpan:

700 g laukur, skorinn smátt, má setja í matvinnsluvél
50 g smjör
3 msk ólívuolía
1 lítri nautasoð (nota lífræna teninga
½ bolli hvítvín (hægt að kaupa miniature í Vínbúðinni sem hentar vel í þetta)
1 tsk salt
smá pipar

French-Onion-Soup-au-Gratin-Stuffed-Meatballs-4-title

Notaðu stóran pott og settu smjörið og olíuna út í og allan laukinn. Hrærðu í pottinum svo laukurinn verði allur í smjöri. Hafðu meðal háan hita, láttu lokið á og leyfðu þessu að malla í 15 mínútur. Hækkaðu hitann aðeins og leyfðu að malla í 30-40 mínútur í viðbót, hrærðu reglulega í lauknum. Hann á að vera orðinn gullinbrúnn eftir þennan tíma. Á meðan þetta er að gerast skaltu setja nautakraftinn og 1 l vatn í annan minni pott og láta hann ná upp suðu. Bættu þá Nautasoðinu saman við ásamt hvítvíninu og smakkaðu þig til með salti og pipar. Lækkaðu hitann og leyfðu súpunni að malla við vægan hita í 30 mínútur í viðbót með lokið yfir.

Það er sniðugt að klára bollurnar meðan þú gerir súpuna því það tekur góðan tíma að gera hana. Þegar súpan er klár skaltu setja bollurnar út í pottinn eða á stóra pönnu (sem hægt er að bera þetta fram í) ásamt fullt af fersku, söxuðu kóríander og 150 gr af rifnum parmesan osti. Settu pottinn eða pönnuna í 10-15 mínútur í 200° heitan ofn til að bræða ostinn – Allt klárt og verði þér að góðu.

Leave a Reply