Blómkálsdúllur – LKL meðlæti

Blómkál er hægt að matreiða á ýmsan hátt og hér er ein góð aðferð. Það er svona nettur kartöflukeimur af þessum blómkálsdúllum og passa þær vel með kjöti og fisk.

bakað blomkal obakad

Blómkálsdúllur
500 gr blómkál ferskt
1 tsk himalaya salt
30 smjör
2 stór egg
3 msk kókoshveiti

1/2 rifinn piparostur ( valfrjálst )

matur

Gufusjóðið eða sjóðið blómkálið þar til það er mjúkt.
Hellið af vatninu og maukið með töfrasprota
eða kartöflustöppu. Hitið ofninn í 180 gráður
Setjið saltið og smjörið út í stöppuna og blandið áfram vel.
 Eggin fara því næst út í og áfram hrært,( piparostur má fara hér út í)  að lokum
fer kókoshveitið út í blönduna og allt maukað vel saman.
Setjið blönduna í sprautupoka og sprautið litlum dúllum á bökunarpappír.
Bakið í ofninum í sirka 20- 30 mín. Þetta skal bera fram heitt.
Rosa gott með kjöti og fiski, með sósu eða bara hverju sem er.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

 

Leave a Reply