Þessi hamborgarabrauð/rúnstykki eru rosalega bragðgóð og eru mjög brauðleg þar sem
þau innihalda husk og flax seed meal en það gefur brauðinu svona heilhveitifíling.
LKL hamborgarabrauð/rúnstykki
2 egg
2 dl möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
4 msk husk
1 msk flax seed duft frá Now
smá salt
2 1/2 dl heitt vatn
1 msk olía
Brjóttu eggin og hrærðu þau saman við vatnið og bættu svo þurrefnunum saman við. Hrærðu
allt vel saman með pískara og leyfðu deiginu að hvílast aðeins í 3-4 mín. Hnoðaðu svo bollur
í þeirri stærð sem hentar, deigið dugar í 5-7 bollur
Settu þær á bökunarpappír og bakaðu í 30-40 mín á blæstri á 180°