Piccata kjúklingur

2013-09-20-18-28-59

Piccata kjúklingur
fyrir 2-3
2 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum
salt og pipar
hveiti (innskot LKL – hægt að nota möndlumjöl, kókoshveiti eða Whole psyllum husk í staðinn)
6 msk smjör
5 msk ólífuolía
80 ml sítrónusafi
120 ml kjúklingakraftur
30 g kapers
1/2 búnt steinselja, söxuð

Saltið og piprið kjúklingabringurnar og dýfið þeim í hveiti.
Látið 2 msk af smjöri og 3 msk af ólífuolíu á pönnu. Þegar það er orðið heitt setjið þá aðra kjúklingabringuna, út á pönnuna og steikið í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni. Látið nú aftur 2 msk af smjöri og 3 msk af ólífuolíu á pönnuna og þegar það er orðið heitt steikið þá hina bringuna á pönnunni í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið.

Bætið því næst sítrónusafa, kjúklingakrafti og kapers út á pönnuna og hitið að suðu. Látið kjúklingabringurnar út í og látið malla í 5 mínútur. Takið því næst kjúklinginn af pönnunni, látið á disk og setjið síðustu 2 skeiðarnar af smjöri út í sósuna og hrærið kröftuglega. Hellið að lokum sósunni yfir kjúklinginn og berið fram með t.d. góðu salati

Uppskriftina er að finna finna á gulur, rauður, grænn og salt – hér

Leave a Reply