Beikonvafin kjúklingalæri með blómkálsottó og hvítlauksbrauði
Kjúklingalæri úrbeinuð,
Ferskur kjúklingur (ósprautaður)
Ferskur kjúklingur (ósprautaður)
1 bréf beikon
Blómkálsottóið:
1 blómkálshaus, niðurrifinn
smjörklípa
4 vorlaukar
2 hvítlauksrif, má vera meira
1 box af sveppum
2 dl rjómi
soð af kjúklingalærunum
kjúklingateningur í heitu vatni ef það þarf meiri vökva
1-2 msk rjómaostur
1/2 villisveppaostur , þessi hringlótti harði
Rifinn parmesanostur yfir í lokin.
Kjúklingalærin eru vafin með einni beikonlengju hvert stk, og stungið upp á grillspjót.
Komast 4 góð læri á hvern grillpinna.
Kryddað með góðu kjúllakryddi eða pipar, og bakað í ofni á 200 gráður í 20-30 mín.
Má auðvitað grilla líka á útigrilli.
Blómkálið er rifið niður í frumeindir.
Laukar, smjör og sveppir svissað á smjörpönnu, piprað til.
Blómkálstætingnum bætt út á pönnuna og hrært í þar til allt er orðið meyrt.
Fínt að bæta svo út í soðinu af kjúklingnum úr ofninum til að þynna eða bæta við soði af kjúklingatenging.
Í lokin bætið þið við rjómanum og ostinum. Með þessu bar ég fram hvítlauksbrauð sem var sirka
Í lokin bætið þið við rjómanum og ostinum. Með þessu bar ég fram hvítlauksbrauð sem var sirka
Hvítlauksbrauð:
2-3 dl rifinn ostur
1 dl rifinn Parmesan eða úr bauk
hvítlauksduft 1 tsk
1 egg
2-3 tsk kókoshveiti
Öllu blandað vel saman í skál og dreift á smjörpappír, bakaði í ofni í um það bil
15 mín um leið og kjúklingurinn er að klárast.Penslaði aðeins yfir það með hvítlauksolíunni úr IKEA
Uppskriftina er að finna á heimasíðu Maríu Kristu – hér