- 600 grömm rauðsprettu (eða 5 stykki af roðflettum rauðsprettusteikum)
- 1/2 Rækju smurost
- Chili mauk úr krukku (Sambal oelek)
- Hálfan spínatpoka
- 1 rauða papriku
- 1 lauku
- 1 /2 krukka fetaostur
- Sítrónusneiðar
- Salt, pipar og sítrónupipar
- Ólífuolía
Aðferð:
Ofn hitaður í 210 gráður
Rauðsprettuflökin snyrt ef þarf og söltuð og pipruð á báðum hliðum. Ég setti því næst 1 matskeið af smurostinum á hvert flak ásamt um það bil 1/2 teskeið af chili maukinu. Þessu er smurt á flakið og því svo rúllað upp þannig að mjórri endinn á flakinu sé inni í rúllunni. Þetta er gert við öll flökin.
Í botninn á eldföstu móti setti ég ögn af ólífuolíu og stráði sítrónupipar yfir. Þar ofan í fór svo hálfur poki af spínati, paprikan og laukurinn í sneiðum og svo raðaði ég rauðspretturúllunum ofan á og hellti úr hálfri krukku af fetaosti yfir. Sneiddi því næst hálfa sítrónu í sneiðar sem ég stakk hér og hvar í fatið og hellti um það bil 1 dl af vatni í fatið. Geri það til að fá aðeins meira soð með réttinum. Að lokum sáldraði ég sítrónupipar yfir allt saman. Þetta bakaði ég í 15 mínútur og bar fram með þessu nýbakað brauð.
Uppskriftina er að finna á matarblogginu eldhúsperlur – hér