Ofureinfaldur grænn lágkolvetna smoothie

Ég myndi alltaf taka grænan smoothie fram yfir græna safa eins og eru svo vinsælir núna. Ástæðan er að safarnir eru pressaðir og skilja 1/3 af næringunni og meira en helminginn af trefjunum eftir í vélinni sem hrat sem endar síðan í ruslinu. Þetta er ekki málið. Settu allt hráefnið í blandara eða matvinnsluvél og fáðu hverja ögn af næringu og trefjum beint í æð.

200 ml kókosmjólk (veldu tegund með lágt kolvetnainnihald, er mjög misjafnt)
1 góð lúka ferskt spínat
1 lítið (hash) avókadó
4 dropar vanillu stevia (val)

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél þar til blandan verður silkimjúk. Þetta er rúmlega 1 skammtur, hægt að geyma smá sem millimál + nokkrar hnetur og fræ yfir miðbik dagsins.

Wils_Chocolate-Mint-Whip_3p_02_r1-copy-896x1024

Leave a Reply