Category Archives: Gestablogg

Salsa kjúklingur með mexíkó osti

By | Gestablogg | No Comments

Frábær uppskrift sem auðvelt er að LKL væða. Nota aðeins rúmlega að smjörinu, feitari útgáfuna af rjómaosti og sleppa tortillu flögunum, ekki flókið. Hentar vel að hafa fersk salat með og blómkálsgrjón.

Uppskriftin er fyrir 6

6 kjúklingabringur
1-2 msk olía eða smjör
Krydd, t.d chilli explosion eða önnur góð kryddblanda
1 stór krukka (350 gr) salsa sósa
1 askja Philadelphia light rjómaostur
1 Mexíkó ostur, smátt skorinn
1/2 kjúklingateningur
Nokkrar tortillaflögur
1 dl rifinn ostur
Smátt saxað ferskt kóríander (má alveg sleppa)

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður og kveikið undir pönnu á meðal-háum hita. Skerið bringurnar í tvennt, kryddið og steikið upp úr smjöri eða olíu þar til bringurnar hafa brúnast. Leggið kjúklinginn í eldfast mót

min_img_4595

Hellið salsa sósunni á pönnuna ásamt smátt skornum Mexíkó ostinum og rjómaostinum og hálfum kjúklingateningi. Setjið 1 dl af vatni í salsakrukkuna, lokið á og hristið og hellið á pönnuna. Hitið sósuna þar til allt bráðnar en það er allt í lagi að hafa smá Mexíkó osta bita í henni, bara betra. Hellið yfir kjúklingabringurnar. Stráið yfir rifna ostinum og nokkrum lúkum af muldum tortillaflögum. Bakið í 20 mínutur.

min_img_4603

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Eldhúsperlur hér

Pistasíu pestó kjúklingur

By | Gestablogg | No Comments

IMG_3618

900 g úrbeinuð kjúklingalæri, ég notaði 1 poka af kjúklingalærum frá Rose Poultry
1 tsk salt
1 tsk pipar
ólífuolía

Pistasíu pestó

140 g pistasíuhnetur
1 lúka fersk basilíka
1 lúka steinselja
2 hvítlauksrif
50 g parmesanostur, rifinn
ca. 100 ml ólífuolía
sjávarsalt

IMG_3563

Gerið pistasíupestóið með því að láta pistasíuhnetur, basilíku, steinselju, hvítlauk og parmesanost í matvinnsluvél. Stillið á “pulse” þar til henturnar eru gróflega saxaðar og hellið þá olíunni rólega saman við (með matvinnsluvélina í gangi) og leyfið að blanda saman. Bætið við meiri olíu ef ykkur finnst þurfa. Bætið að lokum salti saman við.

IMG_3602

Kryddið kjúklingalærin með salti og pipar á báðum hliðum. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingalærin við háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.

Setjið kjúklingalærin í ofnfast mót og dreifið pistasíupestóinu yfir kjúklingalærin um 1 msk á hvert læri. Setjið í 170°c heitan ofn í ca. 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður

photo-25

Berið fram með salati og því sem eftir er af pistasíupestóinu.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulur, rauður grænn og salt hér

Súkkulaði og kókosmús

By | Gestablogg | No Comments

Það er komin helgi og þá fær maður sér eftirrétt. Það er bara þannig. Hérna er einstaklega girnileg uppskrift sem þarf reyndar aðeins að hafa fyrir en  er algerlega þess virði. Sönnunargagn nr.1 – sjá myndir 🙂 Uppskriftin er frá henni Hafdísi sem er með matarbloggið Dísukökur.

Súkkulaðimús

25 g sukrin
3 eggja rauðurfff
100 g 70% súkkulaði
200 ml rjómi
6-8 dropar Via-Health stevía original

Sykur og egg þeytt vel saman. Yfir heitu vatnsbaði er blandan hituð aðeins þar til hún fer að þykkjast. Súkkulaði brætt yfir heitu vatnsbaði. Rjómi þeyttur og eggjarauður og stevía blandað varlega við. Í lokin er brætt súkkulaði sett út í rjóman og blandað vel saman. Sett í form og inn í ísskáp eða frysti.

fff


Kókosmús

80 ml rjómi
20 g sukrin
15 ml  rjómi(fyrir gelatín)
1/2 gelatín blað
8 dropar Via-Health stevía kókosbragð
50 g hreint jógúrt

cds

Gelatín sett í vatnsbað og geymt í 5-10 mín. Þeyta rjóma, stevíu og sukrin saman. Gelatín er tekið úr vatni og kreist allan vökva úr og sett í pott ásamt 15 ml af rjóma. Hræra þar til uppleyst í rjómanum. Blanda við músina og í lokin er jógúrt bætt við.

Hægt að setja ofan á súkkulaðimúsina eða í sérskál og inn í frysti eða kæli.

Uppskriftina er að finna hér

Blómkáls skin(n)

By | Gestablogg | No Comments

Meðlæti er eitthvað sem ég er alltaf með augun opin fyrir því það eru alltaf þessir hefðbundnu próteingjafar sem maður sækir í , kjöt, fiskur og egg en MEÐLÆTIÐ er eitthvað sem gerir oft gæfumuninn og gerir matinn aftur spennandi ef maður er búinn að fá leið. Þessi blómkálsuppskrift frá Maríu Kristu er alger snilld og er líka búin til úr uppáhalds grænmetinu mínu þessa dagana…blómkáli (var áður brokkóli)

Alger snilldaruppskriftt og hentar með öllu kjöti eða fisk sem meðlæti, eða sem forréttur eða bara sem svona hálf….vegis “veggie” réttur þ.e. ef þú sleppir beikoninu, sem ég mæli alls ekki með að þú gerir 🙂

blomkalsskinn 1

Þú þarft:
200 gr maukað blómkál
1 egg
2 dl rifinn cheddar ostur + 2 msk til að toppa með
salt dash
pipar dash
1 tsk paprikukrydd ( nauðsynlegt ) sweet paprika frá Söstrene Gröne er mjög góð t.d.
1 msk Chia Seed meal eða möluð Chia fræ
30 gr sýrður rjómi (til að setja ofan á í lokin)
3 msk beikonkurl
graslaukur niðurklipptur

blomkalsskinn 2

Aðferð:

Gufusjóðið fyrst blómkálið ca 1 haus. Maukið allt saman nema sýrða rjómann, beikonið og graslaukinn og setjið í skeljamót og bakið 180 gráðum, þar til gyllt. Má líka sprauta aflöngum doppum á smjörpappír ef formið er ekki við hendina.

Takið úr mótinu, setjið í bökunarpappír og stráið beikonkurli yfir og dálitlu af rifnum cheddar. Hitið aftur í ofni þar til “bátarnir” hafa brúnast vel og svo berið þið þá fram með tsk af sýrðum rjóma og niðurskornum ferskum graslauk.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu hennar Maríu Kristu hér

Jarðaberjasmjör með????

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Já…einmitt þegar ég las þessa uppskrift af jarðaberjasmjöri frá henni Dísu hugsaði ég hvað væri nú hægt að nota þetta í? Svo datt það í hausinn á mér….VÖFFLUR, auðvitað. Skellti í uppskrift og smurði þessari dásemd ofan á og “dass” af rjóma og viti menn ég var komin til himna. Algert æði og bætir hressilega í fituskammt dagsins og svo auðvitað algerlega ný leið  til að nota hið dásamlega alíslenska smjör. Endilega að skrifa í comment ef þú prófar þetta með öðrum mat, láta vita hvernig það smakkast!

Screen Shot 2014-08-18 at 2.24.59 PM

Jarðarberjasmjör
Aðferð 1

110g mjúkt smjör
5-6 fersk jarðarber
1/2 tsk sítrónu safi
1 tsk sukrin melis

Skolið jarðarberin og maukið með töfrasprota. Sigtið maukið og setjið í pott. Látið hitna á miðlungshita og bætið við sítrónu safa og sukrin melis. Hrærið í pottinum í 2 mínútur og takið af hellunni. Þegar maukið hefur kólnað setjið þá í skál ásamt smjörinu og þeytið saman. Færið yfir í krukku eða skál.

Jarðaberjasmjör
Aðferð 2

110g mjúkt smjör
5-6 jarðarber
2-5 dropar jarðarberja stevía

Skolið jarðarberin og saxið smátt. Setjið þau í skál ásamt smjörinu og stevíu og þeytið þar til vel blandað.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Dísukökur hér

Fiskur með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Bragðmikill fiskréttur frá Eldhúsperlunni Helenu sem er hentar frábærlega á Lágkolvetna mataræði. Ólífurnar eru frábærar með fullt af góðri fitu og og svo eru það ostarnir og olíur í pestóinu. Fitan í aðalhlutverki alveg eins og það á að vera og ég mæli með fersku salati með þessum rétti og jafnvel smjörsteiktu blómkálsgrjónum…

600 grömm nýr fiskur, ég notaði ýsu

Sólþurrkað tómatamauk, líka hægt að nota rautt pestó

1 lítil krukka svartar ólífur

1 kúla ferskur mozarella ostur

1 askja kirsuberjatómatar

1 dl rifinn parmesan ostur

Ólífuolía og gott krydd t.d Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum

min_img_4843

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður og smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Skerið fiskinn í passlega bita, kryddið og leggið í mótið.

min_img_4835

Smyrjið um það bil einni teskeið af sólþurrkaða tómatmaukinu ofan á hvern fiskbita

min_img_4837

Skerið tómata og ólífur í tvennt og dreifið yfir. Leggið sneið af mozarella ofan á hvern fiskbita.

min_img_4839

Dreifið parmesan osti yfir allt saman og kryddið yfir með heitu pizzakryddi.

min_img_4841

Bakið í 20 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn og osturinn bakaður.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Eldhúsperlur hér

Grillaður lax með himneskri marineringu

By | Gestablogg | No Comments

Frábær uppskrift frá Eldhúsperlum sem er grillaður lax í mjög bragðgóðri dressingu. Það er enn sumar….er það ekki og það er svo sumarlegt að sjá svona grillaða dásemd. Ef þú vilt heldur setja hann inn í ofn er það auðvitað í góðu lagi. Setur hann í eldfast mót og inn í ofn á 180° í 12-15 mínútur. Til að LKL væða þessa uppskrift skipti ég út hunanginu í jöfnum hlutföllum fyrir Walden Farms pönnukökusýrópið og það kom svona svakalega vel út.

Marinering:
2 msk dijon sinnep
1 msk hunang
4 msk sojasósa
6 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif, rifið eða smátt saxað

Lax – ég var með tvö frekar lítil flök og dugði marineringin vel á þau. Saxaður vorlaukur til að strá yfir að lokinni eldun

Aðferð:  Breinhreinsið laxaflökin og skerið þau í passlega bita. Hrærið öllu innihaldinu í marineringuna saman og hellið helmingnum af marineringunni yfir laxinn. Látið standa í 10 mínútur og grillið svo á vel heitu grilli, fyrst á fiskhliðinni, snúið honum við eftir 2-3 mínútur og klárið að elda á roðhliðinni. Takið laxinn af roðinu og berið fram með restinni af marineringunni, söxuðum vorlauk og t.d einföldu fersku salati.

Uppskriftina er að finna inn á matarblogginu Eldhússögur hér

min_img_3710

min_img_3723

Gúrmei borgarar með vinningssósu

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Til þess að gera þennan rétt LKL vænan sleppirðu brauðinu eða notar LKL vænt brauð eins og t.d. Oopsies og passar að sweet chilisósan sé sykurlaus (fæst í Krónunni)

6 hamborgarar, t.d. 120 g

6 hamborgarabrauð

ostur, t.d. blámygluostur

svartur pipar

grænmeti að eigin vali

 

Avacadóchilísósa

1 dós sýrður rjómi

2 avacadó, afhýdd og steinninn fjarlægður

3-6 msk sweet chilí (eða meira eftir smekk)

 

Piprið hamborgarana ríflega báðu megin og grillið. Látið ostinn á undir lokin og takið hamborgarana af grillinu þegar osturinn er bráðinn. Grillið hamborgarabrauðin lítillega.

Gerið hamborgarasósuna með því að blanda saman sýrðum rjóma, avacadó og stappið avacadóið saman við. Mér þykir gott að hafa nokkra stærri bita af avacadó í sósunni þannig að ég stappa þetta gróflega en það er smekksatriði. Smakkið sósuna til með sweet chilí.

Berið strax fram ásamt fullt af grænmeti og borðið með bestu lyst.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulur, rauður, grænn og salt hér

IMG_1975 IMG_2017

Sunnudagsvöfflur á þriðjudegi, það má alveg

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Þótt í dag sé þriðjudagur fannst mér tilvalið að birta þessa uppskrift að þessum gómsætu vöfflum
frá Dísukökum. Ef þið hafið ekki prufað þá smakkast það mjög vel að hafa smjör og ost á vöfflunum
svona til að bæta við fitumagnið.

Uppskriftin gefur ca 2-3 stk

2 egg

4 msk rjómi

1 msk möndlumjöl

2 tsk fiberhusk

1-2 msk sukrin gold

6-8 dropar via-healt karamellu stevía eða vanillu

salt á hnífsoddinn

Blanda öllu vel saman og smakkið til. Ef of mikið eggjabragð sætið betur og leyfið að standa í nokkrar mínútur. Spreyið vöfflujárnið með pam spreyji eða setjið smjörklípu er það er orðið heitt. Bakist þar til orðið gullinbrúnt. Borið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum. Eða með smá sukrin á eins og börnin vilja 😉

Uppskriftina er að finna á heimasíðunni Dísukökur hér

vofflur1

Súkkilaðibitakökur

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Þú þarft….

65g möndlumjöl helst ljóst

20g kókoshveiti

110g smjör við stofuhita

1/2tsk lyftiduft eða vínsteinslyftiduft

100g sukrin gold

6-8 dropar bragðlaus stevía

1 egg

1/4tsk salt

2tsk kanill

1stk debron súkkulaði eða 50g af öðru sykurlausu súkkulaði

1stk debron hvítt núggatfyllt súkkulaði

Maccademíuhnetur ef þið viljið

Smjör, stevía og sukrin gold þeytt vel saman í ca 5 mínútur þar til fluffy. Í aðra skál, setjið þurrefnin og blandið saman. Bætið þurrefnum við smjörið og blandið vel. Bætið við eggi og blandið vel. Útbúið litlar kúlur og setjið á bökunarpappír og þrýstið þær smá niður. Hafið gott bil á milli þar sem kökurnar stækka vel í ofninum. Bakið á 175 gráður í 8-10 mínútur eða þar til gullinbrúnar. Látið kólna áður en fjarlægðar af bökunarpappíri.

Uppskriftina er að finna á heimasíðunni Dísukökur hér

Screen Shot 2014-07-09 at 10.27.28 PM