Category Archives: Uppskriftir

Kjötbollur í sveppasósu

By | Uppskriftir | No Comments

Kjötbollur í sveppasósu
1 bakki svínahakk eða nautahakk
1 laukur, smátt saxaður, steiktur í smjöri og 1 msk erythritol
Lauknum blandað saman v hakkið ásamt svörtum pipar+salti+papriku
2 egg og 1 msk husk sett út í, blandað saman og bollur mótaðar
– Steiktu bollurnar þar til þær brúnast aðeins og settu í eldfast
mót og inn í ofn á 180° í 10 mínútur.

67295_543172132371009_1185682909_n

Sveppasósan
steiktir sveppir í smjöri, bættu við 2 msk sveppasmurosti
+1 msk lífrænn gr.m.kraftur+2 msk hvítvín.
Leyfðu víninu að gufa aðeins og ostinum að bráðna og settu
svo 2 dl rjóma saman við og kryddaðu til með sjávarsalti

Einfalt og mjög gott með góðu salati

Fylltur kjúklingur með Brie osti

By | Uppskriftir | No Comments

Fylltur kjúklingur með Brie osti
(fyrir 1)
50 gr brie
1 msk pestó
1 msk olía
1 kjúklingabringa
4 sn parmaskinka

Skerið bringuna í miðju, breiðið úr skinkunni og leggið bringuna ofan á. Smyrjið með pestói og síðan Brie osti.
Vefjið skinkunni utan um bringuna og festið með tannstönglum. Steikjið á pönnu ca. 5-7 mín á hvorri hlið
Gott að hafa salat sem meðlæti

Bacon Wrapped Jalapeno Popper Stuffed Chicken 500 5909

Kjúklingur með ólífum

By | Uppskriftir | No Comments

Þessi frábæra samsetning er mjög einföld og alltaf hægt að henda saman þegar kjöt eða fiskur er afgangs frá deginum áður.
Í þessari samsetningu er:
Kjúklingur
Grænar ólífur
Gúrka
Egg
Majónes
Rauðlaukur
Fetaostur

Það er hægt að raða saman hverju sem er og auka salatið jafnvel en þetta þarf ekki að vera flókið
og ef þú hefur ekki prófað “dry” majónes skaltu prófa það með þessari samsetningu. Annar möguleiki
er líka að brytja 2 harðsoðin egg niður með hníf og bæta majónesinu við það og gera þannig
eggjasalat sem er mjög gott með kjúklingnum

hádegisv

Helgarpönnukökur

By | Uppskriftir | No Comments

LKL pönnsur fyrir helgina?  Ekki spurning. Hérna er uppskrift af þeim.
Það er líka hægt að nota þær í margt annað en eftirrétti. Hvað segirðu um að
nota þær sem forrétt eða hafa þær aðeins matarmeiri já eða hafa það bara tvöfalt
og þá sem aðalrétt því allir elska jú pönnsur, það er bara þannig.

Crepes fyllingar:
Kjúklingur, salat, avókadó og köld sósa að eigin vali
Reyktur lax með rjómaosti, 7 mínútna eggjum, salati og sinnepssósu
Lambakjöt, fetaostur, salat og smátt skorinn rauðlaukur + sósa að eigin vali

181060_552081068146782_1904544553_n

Uppskrift:
2 egg
2 dl rjómi
1 msk vanilluprótein (án kolv)
1 msk möndlumjöl
1 msk husk

Hrærðu eggin og rjómann saman og
bættu síðan þurrefnunum saman við
Leyfðu að hjaðna um stund og þykkna
Ef deigið verður of þykkt skaltu þynna
með vatni. Steiktu á pönnukökupönnu
í smjöri eða kókosolíu á meðalhita

Ljúffengur LKL kjúklingaborgari

By | Uppskriftir | No Comments

LKL kjúklingaborgari
Örbabrauð í botninn (sjá uppskrift fyrir neðan mynd)
chilimayo smurt á botninn (blanda af majónesi og Sambal Oelek sem er chilimauk, fæst t.d. í Hagkaup)
kjúklingur, bringa eða file steikt á pönnu með kryddi að eigin vali
tómatar í sneiðum
avókadó í sneiðum
ferskt klettasalat
fetaostur, mulinn yfir pestóið
beikon, brakandi ferskt (steikt)
pestó, grænt
toppað með lífrænni ólífuolíu mmmm…

542769_546551635366392_2049215591_n

Örbabolla fyrir einn:
1 egg
1 msk möndlumjöl
1/2 msk majónes
1/2 msk rifinn ostur
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk husk
Allt hrært vel saman og sett í morgunverðarskál eða stóran kaffibolla og inn í örbylgjuna í 2:30 mín

69249_546556242032598_1788896070_n

Avómajó

By | Uppskriftir | No Comments

Einföld og rosalega bragðgóð sósa sem hentar frábærlega
kjöt og fisk eða dressing með fersku salati

604125_555035147851374_464604762_n

Avómajó
– 1 stór avókadó eða tveir minni
– 1 msk sótrónusafi
– 1-2 rif hvítlaukur, fer eftir hvítlaukssmekk
– 1/2 tsk svartur pipar
– 1/2 tsk salt
– 3-4 msk góð Ólífuolía, gjarnan með rósmarína/basiliku
allt maukað vel saman og voila

Kremað spínat LKL meðlæti

By | Uppskriftir | 6 Comments

Alltaf gott að fá meðlætishugmyndir. Þessi er með spínati í aðalhlutverki og hentar frábærlega með kjöti eða fisk.
Að þessu sinni notaði ég rækjur sem ég setti saman við spínatið og það koma svona rosalega vel út.

Kremað spínat með ferskum rækjum:

Heill poki af spínati er smjörsteiktur og þú kryddar til með salti og pipar
Bætir síðan á pönnuna 1 dl rjómi, lúka af rifnum piparosti, 1 tsk sambal oelek
og 250 gr af ferskum rækjum. Bætir rækjunum í síðast og bara rétt að leyfa þeim
að hitana í gegn í 1-2 mínútur svo þær verði ekki seigar. Borið fram á fersku salati

ggdg

Einstaklega góðir klattar

By | Uppskriftir | No Comments

Það er svo gott að geta leyft sér brauð og þessir klattar eru rosa bragðgóðir og geymast auðveldlega í viku í kæli.
Ég smjörsteikti þessa og bætti smá ólífuolíu með svona til að fá meiri flóru í fitutegundirnar.

420385_552745578080331_1688713782_n

Bara yndislegir og einkar fljótlegir LKL klattar
í eftirrétt með rjóma og berjum eða sem millimál
með rækju eða túnfisksalati

2 egg
1 dl rjómi
1 dl möndlumjöl
1/2 tsk lyftiduft
klípa salt
Allt hrært vel saman – smjörsteiktir á pönnu
tips: bættu við lyftiduftið til að gera þá meira fluffy!

Einfalt og rosalega gott avókadósalat

By | Uppskriftir | No Comments

Þegar maður hefur um 4 mínútur að henda í salat þá er þetta málið. Það er bara þannig að avókadó gerir allt betra og þetta er grunnurinn af þessu hefðbundna salati sem ég bý alltaf til en svona í sinni einföldustu mynd hérna. Ef ég hef fleiri mínútur og hráefni þá fer þetta á annað level en þetta er rosalega bragðgott og súpereinfalt.

ere

Ég keypti frábær avókadó í Krónunni sem eru seld 2 saman og ég hef alltaf lent á góðum eintökum.
Byrjaðu á að skera þau niður í litla munnbitastærðir og ég setti líka 2 tómata saman við sem ég skar niður
á sama tíma. Sósan er einföld, aðeins 3 hráefni. Ég var að fá þennan risa fetakubb og hann er frábær í salöt
en ég skar væna sneið af honum (fæst minni útgáfa af fetakubb í öllum verslunum) bætti saman við hann
góðri ólífuolíu og balsamik ediki. Þetta er hrært saman og ég myl fetaostinn niður með gaffli. Finnst samt
gott að hafa hann ekki í algeru mauki heldur smá stærri bita líka.

dfba

Þessu er síðan blandað saman við salatið og hrært vel saman og að síðustu er avókadó og tómötunum hent
ofan á og blandað aðeins saman við. Það er svo auðvitað hægt að bæta hvaða grænmeti saman við þennan grunn

dfffererter

Græn LKL afgangasósa

By | Uppskriftir | No Comments

Ok hljómar ekki vel en bíddu. Spínat, klettasalat, grænkál, allar kryddjurtir og já bara það sem ísskápurinn hefur uppá að bjóða varðandi grænmeti sem er að falla á tíma þá er gráupplagt að skella því öllu í blandarann eða matvinnsluvélina og búa til eitt stykki gómsæta sósu sem er í pestóættinni en svona bastarðurinn þar eða þannig. :Þú smakkar þig til með kryddunum og bætir í eða minnkar eftir þörfum eftir þínu eigin bragðskyni en hérna er grunn-uppskriftin

DSC_0153

200 gr grænt kál – spínat, kál, klettasalat, kryddurtir o.s.frv.
2 msk hnetur/fræ að eigin vali
1 dl sýrður rjómi
2 dl grísk jógúrt
1/2 tsk paprikuduft
1/2 tsk cummin
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk Erythritol
Ólífuolía

Allt í blandara eða matvinnsluvél og maukað vel saman. Ólífuolíunni bætt við eftir þörfum varðandi þykkt og bragð