Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar.
Chevise lúða
800 g smálúða (eða annar hvítur fiskur)
safi úr 7 límónum
5-6 tómatar, skornir í teninga
2 avacado, skorin í teninga
1 rautt chillí, smátt saxað
1 rauðlaukur, skorið í sneiðar
1 búnt ferskt kóríander
Roðflettið fiskinn og beinhreinsið og skerið í um 3×3 cm bita. Látið fiskinn í ílát eða grunnt fat og kreistið yfir hann límónusafa. Látið plastfilmu yfir ílátið og geymið yfir nótt eða allt að sólahring í kæli. Skerið grænmetið niður og blandið saman við fiskinn um klukkustund áður en rétturinn er borinn fram.
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér