Harðsoðin egg
Settu egg í pott með vatni sem er saltað með 1 tsk af salti.
Láttu suðuna koma upp og byrjaðu þá að taka tímann 7 mín er hæfilegt
Slökktu á hellunni en leyfðu pottinum að standa áfram í 2-3 mín meðan hellan kólnar.
Taktu svo pottinn af hellunni og snöggkældu eggin í köldu vatni.
Fullkomin egg 🙂 Skurnin flýgur af og rauðan er mjúk og passlega soðin.
Egg með “twist”
6 egg harðsoðin
110 gr mæjónes
1/2 tsk Dijon sinnep
2-3 dropar Stevía Via Health original (má sleppa)
1/2 dl niðurskornir jalapenos t.d. MT Olive í krukkum eða ferskur jalapeno fæst í KOSTI
6 lengjur af beikoni eldað í ofni eða steikt og kurlað niður.
Paprikuduft
110 gr mæjónes
1/2 tsk Dijon sinnep
2-3 dropar Stevía Via Health original (má sleppa)
1/2 dl niðurskornir jalapenos t.d. MT Olive í krukkum eða ferskur jalapeno fæst í KOSTI
6 lengjur af beikoni eldað í ofni eða steikt og kurlað niður.
Paprikuduft
Skerið eggin eftir endilöngu og fjarlægið eggjarauðuna. Hún er sett í skál og marin með gaffli.
Bætið mæjónesi, sinnepi og kryddum út í og hrærið vel saman.
Jalapeno og beikon er skorið smátt eða smellt í matvinnsluvél í nokkrar sek.
Blandið út í eggjahræruna og allt sett í sprautupoka til að auðvelda verkið.
Sprautið innihaldinu í eggjahelmingana og stráið dálitlu af paprikudufti yfir.
Eins má geyma dálítið af beikoninu og nota til að skreyta.Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur – www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér