Frábær uppskrift frá Eldhúsperlum sem er grillaður lax í mjög bragðgóðri dressingu. Það er enn sumar….er það ekki og það er svo sumarlegt að sjá svona grillaða dásemd. Ef þú vilt heldur setja hann inn í ofn er það auðvitað í góðu lagi. Setur hann í eldfast mót og inn í ofn á 180° í 12-15 mínútur. Til að LKL væða þessa uppskrift skipti ég út hunanginu í jöfnum hlutföllum fyrir Walden Farms pönnukökusýrópið og það kom svona svakalega vel út.
Marinering:
2 msk dijon sinnep
1 msk hunang
4 msk sojasósa
6 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif, rifið eða smátt saxað
Lax – ég var með tvö frekar lítil flök og dugði marineringin vel á þau. Saxaður vorlaukur til að strá yfir að lokinni eldun
Aðferð: Breinhreinsið laxaflökin og skerið þau í passlega bita. Hrærið öllu innihaldinu í marineringuna saman og hellið helmingnum af marineringunni yfir laxinn. Látið standa í 10 mínútur og grillið svo á vel heitu grilli, fyrst á fiskhliðinni, snúið honum við eftir 2-3 mínútur og klárið að elda á roðhliðinni. Takið laxinn af roðinu og berið fram með restinni af marineringunni, söxuðum vorlauk og t.d einföldu fersku salati.
Uppskriftina er að finna inn á matarblogginu Eldhússögur hér