Kúrbíts og skinkumuffins

muffa 1

Matarmúffur með skinku og kúrbít
gerir 12 muffins
50 gr kókoshveiti eða 100 gr möndlumjöl
100 gr skinka
vorlaukur (græni parturinn af 2 laukum) smátt skorinn
100 gr rifinn ostur
200 gr kotasæla
100 ml rjómi
75 ml olía
2 egg
100 gr rifinn kúrbítur
2 msk steinselja
1/4 tsk pipar
1/4 tsk salt
1 tsk oregano
3 tsk hörfræmjöl ( má sleppa )
um 2 net carb í hverri ( miðað við 12 stk)

muffa 1
muffa 2

Blandið öllu saman, kókoshveitinu síðast, setjið í muffinsform( bakka ) gott að klippa niður smjörpappír í ferhyrninga og klæða formin að innan, auðveldara að ná múffunum upp.
Þessar eru mjög bragðgóðar með salati og góðri sósu, gott að grípa með í vinnuna og saðsamar.
Má sleppa kúrbítnum en hann gerir þær þó extra mjúkar og fínar.
Eins má bæði nota kókoshveiti í þessar sem og möndlumjöl.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

 

Leave a Reply