LKL ís með súkkulaðisósu

3 eggjarauður eða 3 heil egg, smekksatriði
1 peli rjómi
3 msk sætuefni t.d. erythritol
1-2 msk vanilludropar

Stífþeytið rjómann í skál.
Í annari skál þeytið vel saman eggjum, vanillu og sætuefni
Blandið þessu varlega saman við rjómann og frystið í formi.

Það má auðvitað bragðbæta ísinn ef maður vill með,dökku kakói, bragðefni,
sykurlausu karmellusýrópi eða próteini en mér finnst hann bestur svona einfaldur og “ömmulegur”.

541647_10151638871151894_1049377019_n

Súkkulaðisósa:
2-3 msk kaldpressuð kókosolía (Himnesk hollusta mjög góð)
2 msk dökkt kakó
sætuefni eftir smekk
2-3 msk heitt kaffi.

Möndlu eða vanilludropar mjög góðir til að bragðbæta.

Öllu hrært saman og smakkað til.
Hér þarf stundum að slumpa aðeins og ekki gera of mikið magn í einu því
yfirleitt er nóg að setja 2-3 tsk yfir ísinn.


Uppskriftina er frá Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com

Leave a Reply