LKL súkkulaðimúffur

LKL Súkkulaðimúffur:

30 gr kókoshveiti
20 gr kakó
3 stór egg
60 ml rjómi
70 gr erythritol

hitið ofn í 175 gráður
raðið mini muffins formum á bökunarplötu
blandið saman kókoshveiti og kakói gott að sigta það saman.
Blandið saman eggjum rjóma og erythritol þeytið vel saman.
Blandið þurrefnum varlega út í eggjablönduna og deilið svo deiginu niður í muffinsform.
Bakast í 15 mín , passið að baka ekki of lengi.

934743_10151604505241894_613609741_n

Svo má setja gott krem ofan á, eða þeyttan rjóma og jarðaber eða nota þetta frosting:

LKL Vanillu og rjómaosta krem

225 gr rjómaostur við stofuhita

225 smjör, má vera ósaltað í græna álpappírnum
200 g erythritol eða xylitiol, gott að setja í mixer og gera það púðurmeira,
1 ½ msk vanilludropar
Örlítið af xanthan gum ef blandan þykknar ekki nóg.

Þeytið öllu saman í skál, gott að hafa hana ekki of víða í þvermáli, frekar háa og þrönga og notið handþeytara. Kælið og sprautið svo á kökurnar. ATH það er líka hægt að blanda þessu kremi saman í mixer, það kemur jafnvel betur út því það vill hlaupa í kekki, þá bara fínmala sætuefnið, setja svo rest af uppskrift í mixerinn og mixa áfram kremið, setja í sprautupoka og geyma í kæli smá stund áður en því er sprautað á 🙂 ætti að koma vel út þannig 🙂

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Leave a Reply