Uppskrift f. 4
- 600 gr nautahakk
- 1 msk nautakraftur
- 1 msk kartöflumjöl (husk fyrir LKL-vænan rétt)
- 1 tsk salt
- pipar
- 1 egg
- 200-300 gr ferskt brokkolí, skorið smátt
- ½ dl steinselja, söxuð smátt
- 3-4 dl rifinn ostur
- 2-3 msk sojasósa
- 30 gr smjör, brætt
- 1-2 dl rjómi eða mjólk (fyrir LKL er rjómi bestur)
- 1 msk hveiti eða sósujafnari (sleppa fyrir LKL)
- 2 tsk rifsberjahlaup (sleppa fyrir LKL)
Ofninn er hitaður í 180 gráður. Nautahakki, nautakrafti, kartöflumjöli, salt, pipar og eggi hrært saman í skál. Hakkið flatt út í ferning á smjörpappír. Brokkolí, steinselju og rifnum osti dreift yfir. Með hjálp smjörpappírsins er hakkinu rúllað upp eins og rúllutertu. Rúllan er færð yfir í eldfast mót. Bræddu smjöri og sojasósu blandað saman og helt yfir rúlluna. Hitað í ofni í ca. 40-50 mínútur, fer allt eftir þykkt rúllunnar. Þegar rúllan er elduð í gegn er hún tekin úr eldfasta mótinu og sett undir álpappír. 2-3 dl af vatni er hellt út í eldfasta mótið sem er sett aftur inn í ofninn og hann stilltur á grill. Þegar vökvinn fer að sjóða eftir nokkrar mínútur er honum hellt yfir í pott og 1-2 dl af rjóma eða mjólk hellt út í. Sósan er svo þykkt með hveitijafningi (smá vatn og hveiti hrist eða hrært saman) eða sósujafnara. Fyrir LKL- væna sósu er best að nota rjóma og leyfa sósunni að malla dálítið, við það þykkist hún og þá þarf ekki sósujafnara. Rifsberjahlaupi er að lokum bætt út í sósuna og hún smökkuð til með salti og pipar. Borið fram með til dæmis kartöflumús, salati og rifsberjahlaupi
Uppskriftina er að finna á eldhussogur.is – hér