Parmesankjúlli og krakkasnakk

quesadillas
Ég fæ ekki nóg af kjúkling og parmesan og pósta því hér uppskriftinni aftur sem er í uppskriftakaflanum á síðunni, enda með einfaldari uppskriftum sem ég hef gert og fæ ekki leið á. Eins hafa nokkrir á spjallþráðunum verið að ræða hvort þetta mataræði henti börnum og hvað skal útbúa fyrir þau í nesti og þessháttar og fannst mér svona Quesadillas koma stórvel út. Mínir krakkar borðuðu þetta allavega með bestu lyst.

Parmesan kjúlli með baconsalsa

Parmesankjúklingur með beikonsalsa
Innihald:
 Kjúklingabringur, 4 stk
1 egg pískað og piprað
Parmesanostur, bestur nýrifinn ferskur
1 pakki af beikoni
Tómatpúrra , Himnesk hollusta
2-3 þroskaðir tómatar gott að nota kokteiltómata
1 dl Rifinn ostur
 Aðferð:
Kjúklingabringurnar flattar út með lófanum, velt upp úr eggi, og rifnum parmesan, sett á smjörpappírsklædda plötu í ofn í 10-15 mín þar til ostur brúnast.
Á meðan steiki ég niðurskorið beikon á pönnu, bæti út í velþroskuðum tómötum grófskornum og þetta mallar saman í smá stund, hér má bæta sykurlausri tómatpúrru út á til að fá meiri sósustemmingu í þetta.
Takið bringur út úr ofninum og setjið í eldfast fat, setjið góða slettu af beikonsalsanu á hverja bringu og rifinn ost yfir.. aftur inn í ofn í 5- 10 mín þar til ostur brúnast.

quesadillas 2

“Quesadillas”
Má nota uppskrift af hvaða ósætum pönnukökum sem er en þessi kom ágætlega út.

1/2 bolli vatn
4 egg
4 msk ólífuolía
3 msk kókoshveiti
4 msk möndlumjöl
1 msk hörfræmjöl
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk chilliduft
dash af salti og pipar
(má þynna með dálitlum rjóma)

Hrærið öllu vel saman í skál og steikið tortillur á vel heitri pönnu.
Steikið á hvorri hlið í um það bil 2 mín og snúið.Þetta gera um 4-6 nokkuð stórar tortillur.

Fylling:
Skinka
rifinn ostur
rjómaostur
paprika ( val )
sambal oelek

Smyrjið svo á kökurnar, góðum slurk af rjómaosti sem blandaður er með 1 tsk af chilli paste,
(Sambal oelek), dreifið skinkubitum yfir papriku og/ eða grænmeti af eigin vali og rifnum osti.
Brjótið kökuna í tvennt og setjið í ofn í 10 mín þar til ostur hefur bráðnað.
Skerið í litla bita og krakkarnir ættu allavega að vilja smakka 😉

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér

 

Leave a Reply