Ég fæ ekki nóg af kjúkling og parmesan og pósta því hér uppskriftinni aftur sem er í uppskriftakaflanum á síðunni, enda með einfaldari uppskriftum sem ég hef gert og fæ ekki leið á. Eins hafa nokkrir á spjallþráðunum verið að ræða hvort þetta mataræði henti börnum og hvað skal útbúa fyrir þau í nesti og þessháttar og fannst mér svona Quesadillas koma stórvel út. Mínir krakkar borðuðu þetta allavega með bestu lyst.
Má nota uppskrift af hvaða ósætum pönnukökum sem er en þessi kom ágætlega út.
1/2 bolli vatn
4 egg
4 msk ólífuolía
3 msk kókoshveiti
4 msk möndlumjöl
1 msk hörfræmjöl
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk chilliduft
dash af salti og pipar
(má þynna með dálitlum rjóma)
Hrærið öllu vel saman í skál og steikið tortillur á vel heitri pönnu.
Steikið á hvorri hlið í um það bil 2 mín og snúið.Þetta gera um 4-6 nokkuð stórar tortillur.
Skinka
rifinn ostur
rjómaostur
paprika ( val )
sambal oelek
Smyrjið svo á kökurnar, góðum slurk af rjómaosti sem blandaður er með 1 tsk af chilli paste,
(Sambal oelek), dreifið skinkubitum yfir papriku og/ eða grænmeti af eigin vali og rifnum osti.
Brjótið kökuna í tvennt og setjið í ofn í 10 mín þar til ostur hefur bráðnað.
Skerið í litla bita og krakkarnir ættu allavega að vilja smakka 😉
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur – www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér