Þessi laxauppskrift er gjörsamlega ómótstæðileg og því er að þakka himneskri púðursykursmarineringu. Reyndar er uppskriftin svo ómótstæðileg að hörðustu fiskihatarar sleikja diskinn sinn og biðja um meira og það er “true story”. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur og því sérstaklega hentugur svona í miðri viku.
Púðursykurlaxinn
700 g lax, beinhreinsaður
1 msk púðusykur (innsk,lkl – sukrin LKL púðursykur fæst í Krónunni – sykurlaus, kolvetnalaus notaður í sömu hlutföllum)
2 tsk smjör
1 tsk hunang (innsk,lkl – Erythritol 1 tsk eða 5 dropar stevia gefa sama sætumagn)
1 msk ólífuolía
1 msk dijon sinnep
1 msk soyasósa
1/2 tsk salt
1/4 tsk pipar
Aðferð
- Hærið saman í potti yfir meðalhita púðusykri, smjöri og hunangi þar til það er bráðið. Takið af hitanum og hrærið út í olíu, sinnepi, soyasósu, salti og pipar. Leyfið að kólna í 5 mínútur.
- Látið marineringuna yfir laxaflakið og setjið í 175°c heitan ofn í um 20 mínútur. Fylgist vel með laxinum og varist að ofelda hann.
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér