Stroganoff a la fridge

Jæja nú eru smá ferðalög í kortunum og þá er gott að tæma ískápinn svo ekkert fari til spillis. Því var skellt í Stroganoff ” a la Fridge” í gær og kom sá réttur glettilega vel út. Bakaði braðgsterka jalapenoklatta með svo hægt væri að skafa alla sósu upp og þetta var mjög vinsælt enda skafið innan úr pönnunni í lokin. Borið fram með salati og kaldri jógúrtsósu

kjotsosa og klattar tex

Jalapeno klattar
50 ml af kókosolíu
4 egg
45 gr kókoshveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk laukduft
1/4 tsk salt
2 dl rifinn cheddar ostur
1/2 – 1 dl af smátt skornum jalapeno MT olive eða annað.

4-6 dropar Original stevía Via Health

klattar

kjotsosa1

Allt sett í hrærivél, mixað vel og svo sett á bökunarpappír, verða svona léttir og bragðsterkir klattar.Algjör snilld með kjötréttum eins og hakki og eins pottréttum. Ath gott að láta deigið standa aðeins áður það er sett á plötuna.

Kjötsósa,
hentar bæði með nautakjöti og hakki
1 rúlla af nautakjötsþynnum ( Kjarnafæði, fæst frosið í Bónus)
steikt upp úr smjöri, salti og pipar og sett til hliðar.
1 laukur skorinn
2-3 stönglar sellerí
spergilkál nokkur blóm
2 hvítlauksrif
1 dós tómatar
1-2 msk tómatpúrra
4-8 sveppir
1 tsk oregano
1 tsk basilika
1 tsk paprika
1 tsk laukduft
salt
1 msk þurrkaðar chilliflögur (söstrene gröne t.d.)
fersk steinselja
rjómi eftir smekk ég notaði alveg 1-2 dl

Tamari sósa til að dekkja aðeins litinn.
p.s. hér má einnig bæta út í ostum, smurost, piparost og fleira sem þarf að “klára”

 Eftir að kjötið hefur verið brúnað, þá er það sett til hliðar og öðru hráefni bætt á pönnuna.

Steikt vel og látið malla áður en kjötinu er að lokum bætt út í aftur. Þarf ekki að mauksjóða það samt.
Köld jógúrtsósa
2 msk grísk jógúrt
1 msk kókosmjólk, rjómi eða mæjónes
6 dropar sítrónustevía Via Health
svartur pipar
1/2 tsk hvítlauksmauk( má sleppa)
gott að bæta út í ferskri myntu ef hún er til 🙂

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hérkjotsosa og klattar tex

 

Leave a Reply