Subway smákökur

sukkk5

“Subway” kökur !
(20 stk)
110 gr ósaltað smjör
65 gr Sukrin
40 dropar Stevía Via Health original
2 egg
1 tsk vanilludropar
40 gr möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
1/4 tsk Xanthan Gum
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk gróft sjávarsalt
50 g dökkt stevíu súkkulaði eða 85 % súkkulaði
50 g hnetur t.d. macadamiu, valhnetur, pekan eða heslihnetur
Aðferð:
Þeytið smjörið,stevíudropana og sukrin saman. Bætið út í vanilludropum og eggjum og þeytið áfram. Bætið því næst þurrefnum saman við og því að lokum grófsöxuðu súkkulaði og hnetum. Setjið kökurnar á bökunarplötu með tveimur teskeiðum og bakið á 170° í 8-10 mín. Þær verða stökkar og fínar þegar þær ná að kólna. Ekki baka of lengi.

Uppskriftina er að finna á síðunni hennar Maríu Kristu – hér

 

Leave a Reply