Súkkulaðikaka

100 gr 70% súkkulaði ( ég notaði Black Green )
200 gr Smjör
1,5 dl Xylitol
200 gr Möndlumjöl
25 gr ósætt kakó ( ég notaði Black Green )
5 egg (við stofuhita)
1/2 dl rjómi
1 msk mascarpone ostur
1 tsk vanillusykur ( rapunzel )
1 tsk vanilludropar
1 msk vínsteinslyftiduft
… smá salt

944147_10151652010038523_2046511954_n

Aðferð:

Súkkulaðið og smjörið brætt saman á vægum hita.
Ég setti möndlumjölið ásamt þurrefnum í matvinnsluvél til að gera það fínna…
Ég þeytti eggin aðeins og blandaði rjómanum og ostinum við.

Að lokum er þessu öllu blandað saman og sett í kökuform (ég smurði það með smjöri)

Kakan fór í ofninn í 60 mín á blæstri – 150 c

Kremið !!!! (ég át það með skeið!

250 gr Mascarpone
5 eggjarauður
tæpur dl xylitol ( mér finnst það betra en erythrol)
1 tsk instant kaffi
1 msk kakó
30gr smjör (mjúkt)
1 tsk vanillusykur (Rapunzel )
( örugglega gott að prófa möndludropa líka jafnvel að setja hnetusmjör í það ofl.. hægt að leika sér hér 🙂 )

Aðferð:

Eggjarauður og xylitol þeytt mjög vel saman ( stíft )

þurrefni blandað vel saman við rjómaostinn, að lokum er þessu blandað smám saman á meðan ég hélt áfram að þeyta..

Að lokum ristaði ég möndluflögur og kókosflögur á pönnu sem ég stráði yfir voila!

Uppskrift/mynd: Kristín Linda Sigmundsdóttir

Leave a Reply