Það er svo gott að geta leyft sér brauð og þessir klattar eru rosa bragðgóðir og geymast auðveldlega í viku í kæli.
Ég smjörsteikti þessa og bætti smá ólífuolíu með svona til að fá meiri flóru í fitutegundirnar.
Bara yndislegir og einkar fljótlegir LKL klattar
í eftirrétt með rjóma og berjum eða sem millimál
með rækju eða túnfisksalati
2 egg
1 dl rjómi
1 dl möndlumjöl
1/2 tsk lyftiduft
klípa salt
Allt hrært vel saman – smjörsteiktir á pönnu
tips: bættu við lyftiduftið til að gera þá meira fluffy!