Hægeldað þýðir oftast nokkrar klukkustundir í ofninum á lágum hita.
Þessi einfaldi diskur er undantekningin. Tekur aðeins 30 mínútur að
“hæg” elda hann í ofni. Það er fátt betra en vel eldaður lax og í vikunni gerði ég besta
lax sem ég hef eldað í langan tíma. Lykillinn er steikingin, og auðvitað ferskt hráefni.
Hægeldaður lax með fersku salati og Insalata Caprese
Þú þarft ferskt laxaflak (með roðinu) í þeirri stærð sem hentar þér.
Rétt krydd skiptir máli og ég notaði mitt uppáhald sem er
Roasted garlic og pepper frá Santa María og smá salt.
1. Stilltu ofninn á 120° hita
2. Taktu fiskinn úr kæliskápnum allavega 20 mínútum áður en hann
fer í ofninn (mjög mikilvægt) þarf að ná stofuhita
3. Kryddaðu fiskinn með kryddblöndunni og salti og settu síðan inn
í ofn í 30 mínútur.
Ekki láta þér bregða þó fiskurinn líti út eins og hann sé óeldaður. Hann virðist
bara þannig, raunin er að hann heldur inni öllum fitunum og safanum og er því
mýkri og safaríkari en nokkur lax sem þú hefur smakkað.
Sem sósu notaði ég lime safa og smá rifinn börk og góða ólífuolíu.
Ferskt salat og Insalata Caprese pössuðu fullkomlega með
fiskinum. Insalata Caprese er bara flott nafn á einfaldasta rétti í heimi.
Ferskum tómötum og mozzarella osti sem er raðað í þykkar sneiðar til
skiptis og kryddað með salti, svörtum pipar, ferskri basiliku og ólífuolíu
Frábær réttur sem ég mæli með