Himneskt bökuð grænkálsbaka

Nú er grænkálstíð og því ekki seinna vænna að skella í svo sem eina grænkálsböku sem er stútfull af próteinum og fitu, alveg eins og við viljum hafa það. Góð daginn eftir og himnesk með brakandi fersku salati.

150-200 gr ferskt grænkál
2 msk olía
1 poki rifinn mozzarella ostur (í grænu pokunum)
1 miðlungsstór laukur, smátt saxaður
8 egg
krydd að eigin vali (ég nota fullt af Garlic pepper frá Santa María, alger snilld)
salt

enhanced-buzz-26044-1387816309-23

Byrjaðu á að hita ofninn í 180° og smyrð eldfast mót með olíu eða mjúku smjöri. Hitaðu stóra steikarpönnu og léttskteiktu laukinn fyrst og bættu síðan við öllu grænkálinu, einnig hægt að gera í stórum potti en þú átt ekki nógu stóra pönnu. Kryddaðu kálið aðeins með salti og kryddi að eigin vali. Kálið er fljótt að minnka og taktu það af pönnunni þegar það er farið að minnka í ummáli án þess að vera klesst. Settu kálið í eldfasta mótið og dreifðu rifna ostinum jafnt yfir.  Hrærðu eggin vel saman og kryddaðu með smá salti og kryddi að eigin vali. Helltu eggjablöndunni yfir eldfasta mótið og „hrærðu“ varlega í með gaffli rétt til að eggin nái að fara um allt. Ekki mauka. Settu mótið inn í ofn og bakaðu í 30-35 mínútur og leyfðu henni síðan að jafna sig í 10 mínútur þegar hún er komin út. Frábær með fersku salati og góðri kaldri sósu.

Leave a Reply