Köld paprikusósa
Þessi bragðgóða sósa er frábær með grilluðum kjúkling og grænmeti og eins og sólin skín núna er
tilvalið að grilla kjúklingabita/file/úrbeinuð læri og grænmeti og hafa þessa sólskinssósu með
Tekur innan við 5 mínútur að gera. Settu grænmetið af stað og byrjaðu á sósunni og þegar 15
mínútur eru eftir af grænmetinu skellirðu kjúklingnum á grillið og allt verður tilbúið á sama tíma
2 heilar rauðar paprikur
2 matskeiðar góð lífræn ólífuolía
1 dl grísk jógúrt
1 dl sýrður rjómi
2 rif hvítlaukur
salt og pipar
Settu paprikuna og hvítlaukinn í matvinnsluvél eða blandara og maukaðu vel saman. Bættu síðan
júgúrt og sýrða rjómanum saman við og kryddaðu til með salti og pipar.