Grænkálið er eitt næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst og inniheldur fullt af vítamínum og steinefnum eins og A, C, og E vítamín, járn, kalk, magnesíum og fólínsýru. Grænkálið hefur góð áhrif á ristil, þarma og lifrina og er hrikalega einfalt að matreiða. Fylgdu bara leiðbeiningunum á myndinni og notaðu flögurnar sem meðlæti með mat eða jafnvel sem snakk eitt og sér.