Nú er komin út þriðja bókin mín sem fjallar um lágkolvetna lífsstílinn og kallast hún Kolvetnasnauðir hversdagsréttir – réttir án sykurs, gers og hveitis. Ég er gríðarlega ánægður með útkomuna og er það ekki síst að þakka frábærum myndum og stíliseringu frá henni Rögnu Sif Þórsdóttir. Það vita það jú allir að maður byrjar að borða með augunum 🙂
Í þessari nýju bók er að finna 6 vikna matseðil ásamt 10 afar girnilegum og afar sykurlausum eftirréttar uppskriftum. Áherslan er á ódýran og góðan heimilismat, hversdagsrétti sem ekki taka langan tíma í undirbúningi og eldun; holla og gómsæta rétti sem eru lausir við sykur og hveiti. Flestir réttana eru fyrir 4 og kosta sumir þeirra undir 3 þús kr og nokkrir undir 2 þús kr í innkaupum. Sem sagt ódýrt og fljótlegt
Nú er leikur í gangi sem gerir þér kleift að vinna bókina ásamt fleiri góðum vinningum frá Nettó, MS Gott í matinn og Nettó verslununum. Farðu inn á Facebook síðu LKL og gerðu like og þú ert kominn í potinn. Dregið daglega alla vikuna – Gangi þér vel og njóttu lestursins
Kær kveðja
Gunni