Ávaxtasafar eru vinsæl “heilsuvara” og eru hiklaust kynntir sem slíkir þrátt fyrir að þeir innihaldi flestir mikið magn af sykri. Sykurinn er ekki viðbættur heldur er hann að finna “náttúrulega” í ávöxtunum sem hann er pressaður úr.
Það er einmitt þetta “náttúrulega” og “enginn viðbættur sykur” sem eru að láta okkur kaupa safann því þessi stikkorð tengjum við heilsu og ef bætt heilsa eða minna mittismál er eitthvað sem við sækjumst eftir er ávaxtasafinn mögulega málið.
Við kaupum safa fyrir heimilið og börnin okkar með það fyrir augum að þarna sé komin tilvalin leið til að fá vítamín og andoxunarefni í líkamann. Það er líka rétt. Safinn inniheldur allt þetta en er gjaldið mögulega of hátt ef horft er til sykurinnihaldsins? Nú verður hver og einn að kjósa fyrir sig.
Þessi listi er frá Los Angeles times og notar tölur frá Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna.
Brazzi Latabæjarsafi inniheldur samkvæmt innihaldslýsingunni:
28 gr kolvetni per 250 ml (ein ferna)
Þar af sykur 28 gr
eða 14 sykurmola
Innocent er þessi týpíski smoothie sem hafa vaxið mjög í vinsældum
síðustu ár. Þessi þekkta heilsuvara inniheldur:
250ml flaska
171 kaloríur
34.3 g sykur
eða rúmlega 17 sykurmola
Ribena er vinsæll safi og þetta er innihaldið:
215 kaloríur
52.6 g sykur
eða 26 sykurmola
Myndir og tölur frá Daily Mail Uk.